Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn lækkar vexti.
Landsbankinn lækkar vexti. mbl.is/Hjörtur

Landsbankinn hefur tilkynnt að hann muni lækka vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti. 

Fastir vextir til þriggja ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum lækka um 0,3 prósentustig og sama gildir um fasta vexti til fimm ára á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum. Tekur ákvörðunin gildi á morgun.

„Vaxtabreytingar bankans taka mið af stýrivöxtum Seðlabanka Íslands en einnig af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum bankans,“ segir í tilkynningu á vef bankans. 

Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður á miðvikudaginn 20. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK