Segir Ríkisendurskoðun vera vanhæfa

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. mbl.is/María Matthíasdóttir

„Það er óhætt að segja að mann reki í rogastans,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), er undir hann er borið minnisblað frá árinu 2019 er varðar samskipti Íslandspósts (ÍSP) og þáverandi samgönguráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Í minnisblaðinu segir: „Útreikningar í kringum póstþjónustu eru flóknir og byggja á ákveðinni hugmyndafræði og reiknilíkani. Pósturinn hefur fengið Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir allar tölur sem notaðar eru í líkaninu og þá hefur líkanið sjálft verið afhent Póst- og fjarskiptastofnun til yfirferðar.“

„Þetta minnisblað sýnir fram á að Ríkisendurskoðun var í rauninni í ráðgjafarhlutverki við Íslandspóst þegar Pósturinn var að gera útreikninga sem var ætlað að skila honum sem hæstum fjárhæðum úr sjóðum skattgreiðenda,“ segir Ólafur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK