Kjötkompaní hagnaðist um 15 milljónir

Jón Örn Stefánsson er eigandi Kjötkompanís sem gekk vel í …
Jón Örn Stefánsson er eigandi Kjötkompanís sem gekk vel í fyrra. Styrmir Kári

Matvælafyrirtækið Kjötkompaní hagnaðist um fimmtán milljónir króna á síðasta ári samanborið við þrjátíu og sjö milljóna króna tap árið á undan.

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins sem er alfarið í eigu Jóns Arnar Stefánssonar.

Aðalstarfsemi félagsins er kjötvinnsla og smásala á kjöti og kjötvöru í sérverslunum.

Eignir Kjötkompanís eru samkvæmt reikningnum 349 milljónir króna og drógust þær saman á milli ára en þær voru 365 milljónir árið á undan. Eigið fé Kjötkompanís er nú neikvætt um rúmar tvær milljónir en það var einnig neikvætt árið 2022, eða um 17 milljónir.

Tekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru 1,5 milljarðar króna en árið á undan voru þær rúmlega 1,4 milljarðar.

Stjórn fyrirtækisins leggur til að ekki verði greiddur arður á árinu 2024 vegna rekstrar 2023.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK