Segir útlitið bjart til lengri tíma

Þórður Ágúst Hlynsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Fossa fjárfestingarbanka.
Þórður Ágúst Hlynsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Fossa fjárfestingarbanka.

„Frá síðasta hausti höfum við fundið fyrir töluverðri aukningu í fyrirspurnum og verkefnum hefur fjölgað jafnt og þétt,“ segir Þórður Ágúst Hlynsson, sem nýlega tók við sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Fossa fjárfestingarbanka, spurður um stöðuna á mörkuðum þessa dagana. Eins og áður hefur verið fjallað um hefur velta á hlutabréfamarkaði dregist nokkuð saman á undanförnum mánuðum og markaðsvirði skráðra fyrirtækja lækkað nokkuð. Þá ríkir ákveðin óvissa um fyrirhugaðar nýskráningar á markað, en þó hafa farið fram hlutafjáraukningar – nú síðast hjá flugfélaginu Play.

Ráðið til sín reynt starfsfólk

Þórður segir að fyrirtækjaráðgjöf Fossa hafi þó á undanförnum misserum ráðið til sín starfsfólk sem hafi reynslu af kaup- og söluferli fyrirtækja, hlutafjárútboðum og nýskráningum fyrirtækja á markað. Hann segir verkefnastöðuna góða og mörg áhugaverð verkefni fram undan, því liggi fyrir að fjölga þurfi starfsfólki. Spurður nánar um stöðuna segir Þórður að vissulega hafi háir vextir haft sitt að segja um þróun fjármálamarkaða og verkefna, en til lengri tíma horfi það þó öðruvísi við og fleiri hafi gefið það út að þeir hugi að fjárfestingum og skráningu á markað.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK