Pistlar:

13. apríl 2017 kl. 16:17

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Fjárfestingar lífeyrissjóða á alþjóðlegum mörkuðum

Eftir nokkur ár í viðjum gjaldeyrishafta geta Íslendingar á ný fjárfest á erlendum mörkuðum. Hið slæma við tímasetninguna er að síðan gjaldeyrishöft skullu á í kjölfar hrunsins hefur virði hlutabréfavísitalna meira en tvöfaldast á flestum mörkuðum. Því til viðbótar hefur virði skuldabréfa einnig hækkað svo mikið að góð rök eru fyrir því að mesta bólan á fjármálamörkuðum í dag sé að mestu leyti tengt skuldabréfum. Hið góða við tímasetninguna er að íslenska krónan hefur sjaldan, ef nokkurn tíma verið jafn sterk og einmitt í dag. Sé tekið tillit til verðbólgu í Danmörku og þróun á launavísitölu hérlendis þá kostar danska krónan fyrir Íslending töluvert minna en árið 2007! Því má bæta við að danska krónan er beintengd evrunni svo að hið sama á við um evruna.

dkk isk laun verdbolga mbl

DKK ISK

Þetta er eitthvað sem lífeyrissjóðir veita sjálfssagt mikla athygli í dag. Nú er aðeins tæplega fjórðungur eigna þeirra í erlendum fjárfestingum. Þetta er afar óskynsamlegt. Ég benti á það strax árið 2009 að í stað þess að hámark væri í lögum varðandi prósentu á eignum lífeyrissjóða ætti gólf að vera þess í stað. Bæði eykur slíkt áhættu í fjárfestingum auk þess sem það veitir ákveðinn öryggisventil; þegar að efnahagurinn dregst saman á Íslandi og ISK veikist því, þá hækka erlendar eignir í virði í íslenskum krónum talið. Þetta hefur raunar verið fastur punktur í kennslu minni í HR í bönkum og fjármálamörkuðum. 

Kraftur í útrás

Það er vart hægt að réttlæta kaup á erlend skuldabréf í dag þegar að ávöxtunarkrafan fyrir 10 ára ríkisskuldabréf er í flestum löndum með þokkalegt lánshæfismat í kringum 1-2%. Þetta á við jafnvel þó að lífeyrissjóðir eigi vart meira en 1-2% fjárfestinga sinna á erlendri grundu í skuldabréfum (það er söguleg skýring á því sem bíður betri tíma). Að sama skapi gætu lífeyrissjóðir verið tregir til að fjárfesta af krafti í erlend hlutabréf; ef gengi þeirra færi að lækka á nýjan leik þá hefði slíkt óhjákvæmilega slæm áhrif og sjóðsstjórar þeirra litu illa út að hafa farið með stóran hluta fjárfestinga akkúrat á þeim tímapunkti þegar að hlutabréfavísitölur væru í methæðum.

Þó er ekki hægt að líta framhjá því að það liti jafnvel enn verr út ef þeir myndu ekki nýta sér sterka stöðu ISK sem nú ríkir. Ef ISK myndi veikjast töluvert á nýjan leik væri erfitt að réttlæta það að hafa ekki farið með töluverðan hluta af fjárfestingargetu þeirra til útlanda.

Erlendir eignaflokkar

Því ættu lífeyrissjóðir að beina fjárfestingum sínum hið fyrsta í erlendan gjaldeyri. Að mínu mati ættu þeir að leggja dágóðan hluta af þeim fjárfestingum í stutt skuldabréf til að tryggja það að búið sé að umbreyta töluverðan hluta ISK eignum þeirra í erlendar myntir. Hægt væri síðan smám saman að fjárfesta í hlutabréf þegar að þau skuldabréf falla á gjalddaga. Hinn hlutinn ætti síðan að fara í fjárfestingar á hlutabréfum sem eru síður ónæm fyrir sveiflum á hlutabréfamörkuðum.

Slíkar pælingar rúmast ekki fyrir í stuttri grein eins og þessari. Ég fjalla nánar um það í grein minni Afnám hafta: Hver segir að lífeyrissjóðirnir fari út í nýjasta hefti Frjálsrar verslunar. Mæli ég með því hefti í páskafríinu. Ég óska ykkur gleðilega páska.

FV 2017 02 lifeyrissjodir forsida

MWM

Hér er upphafleg grein mín þar sem ég mæli með að gólf verði sett á erlendar fjárfestingar. 

Hér er hlekkur að greininni í Frjálsri verslun.

14. desember 2016

25 bps lækkun stýrivaxta - viðbrögð

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti 0,25% í morgun. Eru þeir því komnir í 5,00%. Einhverja hluta vegna virtist þetta koma markaðsaðilum á óvart (nefndin var allt af því klofin á síðasta fundi) því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um 25 bps í flestum flokkum. Yfirlýsingin Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands samhliða tilkynningu um vaxtalækkunina kemur fram að meiri meira
23. nóvember 2016

Landsbankinn, Borgun og eignarhlutur ríkisins

Skýrsla sem Ríkisendurskoðun birti í vikunni sýnir að verkferlum innan Landsbankans var verulega ábótavant varðandi sölu hans á nokkrum eignum. Skýrslan, Eignasala Landsbankans hf. 2010-16, lítur yfir farinn veg á nokkrum sölum Landsbankans á þeim árum. Sumar eignir voru seldar á lágu verði og var Icelandic Group til dæmis selt árið 2010 á verði sem var hið sama og kaupendur seldu 12 af 31 meira
mynd
14. nóvember 2016

Hinn ómögulegi þríhyrningur og stýrivextir

Stundum er vísað til kenninga um verðbréfamarkaði með orðunum „þegar þú hefur fundið lykilinn að verðbréfamörkuðum, þá er skipt um skrár“. Kenningum um verðbréfamarkaði og efnahagsmál er ætlað að veita innsýn í hvernig þau virka og þannig átta sig betur á hvaða stefnur og aðgerðir eru æskilegar þegar kemur að efnahagsmálum. Ein slík kenning snýr að hinum ómögulega þríhyrning (e. The meira
mynd
8. nóvember 2016

Íslensk ríkisbréf - samanburður við sambærileg erlend skuldabréf

Sumarið 2015 voru fyrstu áþreifanlegu skrefin tekin að losun fjármagnshafta á Íslandi þegar aðgerðaráætlun til losunar fjármagnshafta var kynnt þann 8. júní. Slitabúum fallinna fjármálastofnana, aðallega þremur stærstu íslensku bönkunum, voru settir afarkostir, sem meðal annars komu í veg fyrir að gjaldeyrir kæmi til með að flæða út úr landinu samhliða afnámi hafta, sem myndi veikja íslensku meira
mynd
2. nóvember 2016

2007 ISK

Hið merka ár 2007 fór ég ásamt fjölskyldu minni í ferðalag til Svíþjóðar. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti á Skáni, sem er í suðurhluta landsins, og tók það okkur aðeins um klukkutíma að keyra til Kaupmannahafnar, sem við gerðum tvisvar sinnum í ferðinni. Eins og flestir ferðamenn þá röltum við um á Strikinu og fengum okkur þar veitingar. Almennt er ég sparsamur í svona ferðum en ekki þá. Farið var meira
12. október 2016

Gluggi innherjaviðskipta

Trúverðugleiki er eitt af því sem mestu máli skiptir varðandi viðskipti verðbréfa í Kauphöllum. Sé hann ekki til staðar eykst áhættuálag hlutabréfa verulega sem rýrir verðgildi þeirra. Innherjaviðskipti skipta miklu máli varðandi slíkan trúverðugleika. Slík viðskipti geta rýrt trúverðugleika, jafnvel þó að á baki slíkum viðskiptum séu sömu upplýsingar varðandi stöðu fyrirtækja; aðeins þarf meira
29. september 2016

Vaxtakjör innlánsreikninga og ríkisbréfa

Samkvæmt fræðunum eiga ríkisbréf í hverju ríki að vera með minnstu áhættu fjárfestinga sem völ er á, að teknu tilliti til skuldaraáhættu. Eðlilegt er því að slík bréf myndi vaxtagrunn, það sem almennt er kallað áhættulaus ávöxtun (e. risk-free eða Rf) og síðan bætist við áhættuálag á sambærilegum skuldabréfum eða innstæðum banka. Fjárfestar taka meiri áhættu með því að "lána" öðrum en ríkinu meira
24. ágúst 2016

Vaxtalækkun SÍ - fyrstu viðbrögð - mikil lækkun óverðtryggðra húsnæðislána

Seðlabanki Íslands var rétt í þessu að lækka stýrivexti um 0,5%. Í yfirlýsingu Seðlabankans kemur eftirfarandi fram: Vísbendingar eru um að peningastefnan hafi náð meiri árangri undanfarið en vænst var fyrr á þessu ári. Því er útlit fyrir að hægt verði að halda verðbólgu við markmið til miðlungslangs tíma litið með lægri vöxtum en áður var talið. Ég tel að Seðlabankinn hafi einfaldlega ofmetið meira
15. ágúst 2016

Fyrsta faste1gn - fyrstu viðbrögð

Frumvarp ríkisstjórnarinnar varðandi aðgerðir í tengslum við fyrstu fasteignakaup fólks og vísir að því hvernig vægi verðtryggðra lána yrði minnkað í framtíðinni var kynnt áðan (15.8). Ég get ekki sagt annað en að við fyrstu sýn eru þessar tillögur á heildina litið afar góðar. Það helsta sem þessar tillögur miða að er að virkja fólk til sparnaðar og veita fólki aukið tækifæri til að fjárfesta í meira
11. ágúst 2016

Verðtryggð lán - einföld leið til að minnka vægi þeirra

Í morgun var fjallað um verðtryggð lán bæði á Bylgjunni og Rás 2. Einnig fjalla Elsa Lára Arnardóttir og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Framsóknarflokksins, um leiðir til að draga úr vægi verðtryggingar í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Enn á ný er fjallað um verðtryggð lán en þrátt fyrir mikla umræðu virðist lítið gerast í þeim málum en ef til vill breytist það á næstunni. meira
mynd
9. júní 2016

Doktorsritgerð MWM

Maður hefur í gegnum tíðina strengt mörg heit, aðeins til að taka aftur upp slæma ósiði. Í mínu tilfelli hef ég margoft sagt við sjálfan mig að nú sé komið nóg af lærdómi og gráðum. Þetta sagði ég eftir að hafa fengið gráðu í fjármálum og heimspeki fyrir rúmum 20 árum síðan og einnig þegar ég kláraði MSc gráðu mína í fjármálum fyrirtækja skömmu eftir hrun árið 2009. Í síðustu viku kláraði ég enn meira
mynd
26. maí 2016

Hrun, hrun, hrun og meira hrun

Það finnst ef til vill mörgum að verið sé að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um aðkomu þýska bankans Hauck & Auf­hauser að kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Búið sé að fjalla um hrunið svo mikið að vart verði meira sagt. Ég er á öndveðri skoðun. Stór hluti þeirra rannsókna og skrifa hafa að miklu leyti einblínt á ákveðna þætti sem fjölmiðlar hafa auðveldlega náð meira
8. mars 2016

Arðgreiðslur tryggingafélaga (aftur) og dýr fjármögnun

Fyrir ári síðan skrifaði ég grein þar sem ég furðaði mig á arðgreiðslustefnu tryggingafélaga. Í greininni kom fram að samtala arðgreiðslna hjá Sjóvá, VÍS og TM væri 10,5 milljarða króna vegna ársins 2014. Í greininni kom eftirfarandi fram: Áhugavert er að bera þessa tölu saman við nokkrar stærðir þessara þriggja félaga. Samtala eigin fjár þeirra í árslok 2014 var 48 milljarðar króna. Markaðsvirði meira
11. febrúar 2016

Landsbankinn - sala fyrir Borgun

Landsbankinn er í eigu landsmanna. Óbeinn hlutur hvers Íslendings í bankanum er sjálfsagt miklu meiri en flestir átta sig á, eða í kringum einn milljón króna á hvern fjárráða Íslending miðað við bókfært virði bankans. Alþingismenn eru fulltrúar þjóðarinnar varðandi framtíð bankans. Sumir þeirra vilja að tæplega 100% eignarhlutur bankanum og því allri áhættu tengd rekstri hans verði áfram í eigu meira
26. janúar 2016

The Big Short - sannar sögur

Sönn íslensk saga Einu sinni var íslenskur bankamaður sem hóf störf í banka í byrjun október 2007. Hann hefði starfað þar í 2-3 daga þegar hann var beðinn um að kanna hversu vitræn kaup væru í bandarískum banka. Íslenski bankinn hafði á þeim tímapunkti þegar keypt bréf í bankanum fyrir um það bil 300 milljónir íslenskra króna og stóð til að kaupa auk þess fyrir 700 milljón krónur í viðbót, eða meira
21. janúar 2016

Erlendar íslenskar fjárfestingar

Hlutabréfavísitölur hafa fallið töluvert mikið á alþjóðlegum mörkuðum síðustu vikur. Íslenska hlutabréfavísitalan hefur í takti við erlendar vísitölur lækkað 7-8% fyrstu daga ársins. Íslensk hlutabréf Þó svo að íslenska hlutabréfavísitalan hafi lækkað talsvert minna en lækkun flestra erlendra hlutabréfavísitalna, þá er ekki þar með sagt að hún sé lítil. Hríðfallandi olíuverð hefur haft afar meira
8. janúar 2016

Kína og hlutabréf - mýtur um hrun

Hlutabréf í Kína eru aftur í sviðsljósinu þessa dagana eftir töluvert mikið fall hlutabréfavísitölunnar þar í upphafi árs. Aðrir hlutabréfamarkaðir féllu einnig í virði. Ýmsar skýringar hafa komið fram varðandi þetta verðfall hlutabréfa en að mínu mati eru engar nýjar fréttir að koma fram. Gengi hlutabréfa í Kína er á svipuðum slóðum og það var í haust og einnig fyrir ári síðan. Frá ársbyrjun meira
1. desember 2015

Einstök "Trend"

Snemma á þessu ári mættu þrír álitsgjafar í viðtal á innlendri útvarpsstöð til að tjá sig um helstu bókmenntaverk Íslands árið áður. Þeir, ásamt tveimur spyrlum, fjölluðu mikið um þróunina á vettvangi íslenskra bókmennta og töluðu allir fimm aðilar stöðugt um nýjustu trend í þeim efnum. Svipuð þróun er að eiga sér stað hjá yngri kynslóðinni. Krakkar tala orðið um að hlutir ívolvist (enska: Evolve) meira
mynd
18. nóvember 2015

Aðskilnaður banka - núna er rétti tíminn

Á þriðjudaginn var fundur á vegum Félags viðskipta- og hagfræðinga um kosti og galla aðskilnaðar á viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi. Því miður hafði ég ekki tök á að mæta. Ásgeir Jónsson hélt þar fyrirlestur þar sem hann tók saman kosti og ókosti aðskilnaðar. Í frétt Morgunblaðsins frá fundinum kom fram að Ásgeir taldi aðskilnað vera umræðu gærdagsins. Þetta kom mér mikið á óvart. Sjaldan meira
Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

Hægt er að skrá sig á póstlista með því að senda beiðni til marmixa@yahoo.com með "póstlisti" í Subject. 
 

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira