Pistlar:

8. desember 2017 kl. 9:04

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

(Raun)fjármagnstekjuskattur

Í nýjum stjórnarsáttmála kemur eftirfarandi fram:

Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22% í upphafi kjörtímabils í því markmiði að gera skattkerfið réttlátara óháð uppruna tekna. Samhliða verður skattstofn fjármagnstekjuskatts tekinn til endurskoðunar.

Í frétt í tengslum við þetta Morgunblaðsins kemur auk þess eftirfarandi fram:

Þannig kem­ur til greina að raunávöxt­un fjár­magns verði skatt­lögð en ekki nafnávöxt­un eins og verið hef­ur. Þá mun einnig koma til skoðunar hækk­un frí­tekju­marks fjár­magn­stekna. Í dag ligg­ur markið í 125 þúsund krón­um á ári.

Nú er ég ekki nauðsynlega fylgjandi því að fjármagnstekjuskattur hækki. Gangi tillögur um að skattleggja raunávöxtun fjármagns í stað nafnávöxtunar eftir þá er eðlilegt að hækka fjármagnstekjuskatt og væri í raun ekki óeðlilegt að hann hækki meira. Gott dæmi er varðandi einstaklinga sem ávaxta fé sitt með öruggum hætti. Ég miða hér við 30% fjármagnstekjuskatt af raunávöxtun.

Verðtryggðir lágvaxtareikningar

Hér tek ég dæmi um einstakling sem leggur inn á verðtryggðan reikning sem bundin er til fimm ára. Slíkir reikningar veita árlega tæplega 2% raunávöxtun, það er ávöxtun umfram verðbólgu. Sé miðað við 3% árlegri verðbólgu, örlítið hærri verðbólga en flestar greiningardeildir spá fyrir árið 2018, þá fæst 5% nafnávöxtun (2% raunávöxtun umfram 3% verðbólgu).

Sé greiddur 22% skattur af þeirri ávöxtun þá dregst frá 1,1% (22% af 5%) af þeirri ávöxtun. Það er rúmlega helmingurinn af raunávöxtun þess einstaklings og er nettó raunávöxtun því undir einu prósenti.

Sé aftur á móti miðað við 2% raunávöxtun og 30% fjármagnstekjuskattur (af raunávöxtun) hafður til hliðsjónar þá dregst frá 0,6% (30% af 2%), sem þýðir að tæplega þriðjungur af raunávöxtun er greiddur sem fjármagnstekjuskattur. Nettó raunávöxtun í þessu tilviki er því tæplega 1,4%.

Almennt er litið svo á að verðtryggðir reikningar veiti tiltölulega lága ávöxtun en á móti fái þeir sem leggi pening inn á slíka reikninga tryggingu um að fjárfesting þeirra haldi raungildi sínu. Það á ekki nauðsynlega við í núverandi skattaumhverfi ef verðbólga ykist að einhverju marki. Færi árleg verðbólga til dæmis í 8% þá yrði nafnávöxtun slíks reiknings um það bil 10%. Þar sem að greiddur yrði 22% fjármagnsskattur af þeirri ávöxtun þá yrði hann 2,2%, eða meira en raunávöxtunin, sem væri því orðin neikvæð.

Þeim mun minni sem raunávöxtunin er þá vegur fjármagnstekjuskattur þar sem miðað er við nafnávöxtun meira. Hækki verðbólga þá er verið að greiða stærri sneið af ávöxtun sem gerir ekkert annað en að halda í við raunvirði peninga. Sé miðað við raunávöxtun þá er einfaldlega verið að greiða fjármagnstekjur af ávöxtun umfram verðbólgu, óháð því hversu há verðbólgan er.

Hlutabréf

Miðað við 3% verðbólgu og 5% raunávöxtun á hlutabréfum, eða um það bil 8% nafnávöxtun, þá væri fjármagnstekjuskattur af nafnávöxtun 1,76% (22% af 8% ávöxtun). Væri aftur á móti miðað við 30% af raunávöxtun þá væri fjármagnstekjuskattur 1,5% (30% af 5% raunávöxtun). í þessu tilviki væri munurinn afar lítill.

MWM

ps. Börn mín, Alexía, Sól og Mímir sendu lag í jólalagasamkeppni Rásar 2. Lag þeirra komst í hóp 8 laga sem komust í úrslit. Texti viðlagsins er: 

En það má heldur ekki gleyma
Öllum sem eiga hvergi heima
Við þurfum ekki að trúa á það sama
Hættum þessu heimskulega drama

 

og hér er hlekkur að laginu: https://soundcloud.com/ras_2/jolalag-fyrir-alla-alexia-sol

29. nóvember 2017

Óvissa með fjármagnstekjuskatt - stöðva á viðskipti í Kauphöllinni

Einn af grundvallarskilyrðum viðskipta í kauphöllum er að fjárfestar hafi sama aðgang að upplýsingum. Því þurfa þau fyrirtæki og stofnanir sem skrá bréf sín, bæði skuldabréf og hlutabréf, að veita stöðugt upplýsingar um rekstur sinn. Dæmi eru um að sektir séu lagðar á þá aðila sem uppfylla ekki þeirri upplýsingagjöf sem kauphallir krefjast. Með þessu hafa einstakir fjárfestar svipaðar upplýsingar meira
mynd
22. nóvember 2017

Krafa stjórnmálamanna um lægra vaxtastig

Ýmislegt var verið að lofa nú í aðdraganda nýlegra kosninga. Eins og ég hef skrifað um áður, og fleiri tóku undir, þá var hægt að setja spurningarmerki við ýmis loforð. Eitt af því voru (eru) loforð um lækkun vaxta. Fór sú umræða hátt um tíma og er reyndar enn við lýði. Enn heyrast raddir um að lækkandi vaxtastig sé eitt af því sem að mestu máli skiptir varðandi hag íslensku þjóðarinnar. Því mætti meira
16. október 2017

Ísland, pólitík, vaxtastig, gjaldeyrishöft og stöðug íslensk króna + Fundur SI

Þegar kemur að vaxtastigi hverju sinni, gjaldeyrishöftum og stöðugleika gjaldmiðils þá þarf að velja og hafna. Freistandi er fyrir stjórnmálaflokka að tala um að afnema gjaldeyrishöft, lækka vexti og halda íslensku krónunni stöðugri. Dæmin sýna að slíkt endar alltaf með skelfingu og er fall íslensku krónunnar árið 2008 góð áminning um slíkt. Spurningin er, hvað vilja stjórnmálaflokkar á Íslandi meira
9. október 2017

Atferlisfjármál (e. Behavioral Economics) í sókn

Ég hef stundum sagt að B.S.B.A. gráða mín í fjármálafræði hafi stuðlað að því að ég hafi fengið vinnu við fjármál en B.A. gráða mín í heimsspeki hafi haft mestu áhrif á fjárfestingarákvarðanir mínar. Þetta átti sérstaklega við um árin: 1999-2000 þegar að ég taldi að Internet æðið hefði skapað bólu í hlutabréfum. 2002-2003 þegar að "engin(n)" vildi sjá hlutabréf 2007-2008 þegar að meira
mynd
11. september 2017

Húsnæðislán – Seint er að byrgja brunninn, þá barnið er dottið ofan í

Húsnæðislán – Seint er að byrgja brunninn, þá barnið er dottið ofan í Eitt af því sem að olli mörgum fjölskyldum miklum, jafnvel mestum, búsifjum í framhaldi af hruninu var að fasteignaverð féll um 20% á sama tíma og verðbólga jókst á ársgrundvelli í svipuðu mæli. Þetta misvægi í útreikningi höfuðstóls húsnæðislána, sem miðast við neysluvísitölu, og húsnæðisverðs gerði það að verkum að meira
2. júlí 2017

Framlenging á Leiðréttingu - mikilvægt atriði

Fyrir nokkrum árum síðan gafst landsmönnum kostur á að nota séreignarsparnað sinn til að greiða niður húsnæðislán sín að ákveðnu marki. Ég taldi þetta vera góða hugmynd og hef hvatt fólk til að nýta sér þetta í langflestum tilvikum. Upphaflega átti þessi aðgerð að vera í boði í 3 ár. Nú hefur hún hins vegar verið framlengd um 2 ár. Til þess að nýta sér þennan kost dugar þó ekki að gera ekki meira
19. maí 2017

Costco verður Wal-mart Íslands

Árið 1989 giftist ég konu sem átti heima í Castleberry Alabama. Það er örlítill staður í um það bil klukkutíma keyrslu norður frá Mobile Alabama sem sumir Íslendingar þekkja. Rétt hjá Castleberry (sem er stundum kallað "The Strawberry Capital of Alabama") er lítill bær sem heitir Brewton. Sá bær var með matarverslun sem hét því skemmtilega nafni Piggly-Wiggly og var það eina verslunin á meira
mynd
13. apríl 2017

Fjárfestingar lífeyrissjóða á alþjóðlegum mörkuðum

Eftir nokkur ár í viðjum gjaldeyrishafta geta Íslendingar á ný fjárfest á erlendum mörkuðum. Hið slæma við tímasetninguna er að síðan gjaldeyrishöft skullu á í kjölfar hrunsins hefur virði hlutabréfavísitalna meira en tvöfaldast á flestum mörkuðum. Því til viðbótar hefur virði skuldabréfa einnig hækkað svo mikið að góð rök eru fyrir því að mesta bólan á fjármálamörkuðum í dag sé að mestu leyti meira
14. desember 2016

25 bps lækkun stýrivaxta - viðbrögð

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti 0,25% í morgun. Eru þeir því komnir í 5,00%. Einhverja hluta vegna virtist þetta koma markaðsaðilum á óvart (nefndin var allt af því klofin á síðasta fundi) því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um 25 bps í flestum flokkum. Yfirlýsingin Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands samhliða tilkynningu um vaxtalækkunina kemur fram að meiri meira
23. nóvember 2016

Landsbankinn, Borgun og eignarhlutur ríkisins

Skýrsla sem Ríkisendurskoðun birti í vikunni sýnir að verkferlum innan Landsbankans var verulega ábótavant varðandi sölu hans á nokkrum eignum. Skýrslan, Eignasala Landsbankans hf. 2010-16, lítur yfir farinn veg á nokkrum sölum Landsbankans á þeim árum. Sumar eignir voru seldar á lágu verði og var Icelandic Group til dæmis selt árið 2010 á verði sem var hið sama og kaupendur seldu 12 af 31 meira
mynd
14. nóvember 2016

Hinn ómögulegi þríhyrningur og stýrivextir

Stundum er vísað til kenninga um verðbréfamarkaði með orðunum „þegar þú hefur fundið lykilinn að verðbréfamörkuðum, þá er skipt um skrár“. Kenningum um verðbréfamarkaði og efnahagsmál er ætlað að veita innsýn í hvernig þau virka og þannig átta sig betur á hvaða stefnur og aðgerðir eru æskilegar þegar kemur að efnahagsmálum. Ein slík kenning snýr að hinum ómögulega þríhyrning (e. The meira
mynd
8. nóvember 2016

Íslensk ríkisbréf - samanburður við sambærileg erlend skuldabréf

Sumarið 2015 voru fyrstu áþreifanlegu skrefin tekin að losun fjármagnshafta á Íslandi þegar aðgerðaráætlun til losunar fjármagnshafta var kynnt þann 8. júní. Slitabúum fallinna fjármálastofnana, aðallega þremur stærstu íslensku bönkunum, voru settir afarkostir, sem meðal annars komu í veg fyrir að gjaldeyrir kæmi til með að flæða út úr landinu samhliða afnámi hafta, sem myndi veikja íslensku meira
mynd
2. nóvember 2016

2007 ISK

Hið merka ár 2007 fór ég ásamt fjölskyldu minni í ferðalag til Svíþjóðar. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti á Skáni, sem er í suðurhluta landsins, og tók það okkur aðeins um klukkutíma að keyra til Kaupmannahafnar, sem við gerðum tvisvar sinnum í ferðinni. Eins og flestir ferðamenn þá röltum við um á Strikinu og fengum okkur þar veitingar. Almennt er ég sparsamur í svona ferðum en ekki þá. Farið var meira
12. október 2016

Gluggi innherjaviðskipta

Trúverðugleiki er eitt af því sem mestu máli skiptir varðandi viðskipti verðbréfa í Kauphöllum. Sé hann ekki til staðar eykst áhættuálag hlutabréfa verulega sem rýrir verðgildi þeirra. Innherjaviðskipti skipta miklu máli varðandi slíkan trúverðugleika. Slík viðskipti geta rýrt trúverðugleika, jafnvel þó að á baki slíkum viðskiptum séu sömu upplýsingar varðandi stöðu fyrirtækja; aðeins þarf meira
29. september 2016

Vaxtakjör innlánsreikninga og ríkisbréfa

Samkvæmt fræðunum eiga ríkisbréf í hverju ríki að vera með minnstu áhættu fjárfestinga sem völ er á, að teknu tilliti til skuldaraáhættu. Eðlilegt er því að slík bréf myndi vaxtagrunn, það sem almennt er kallað áhættulaus ávöxtun (e. risk-free eða Rf) og síðan bætist við áhættuálag á sambærilegum skuldabréfum eða innstæðum banka. Fjárfestar taka meiri áhættu með því að "lána" öðrum en ríkinu meira
24. ágúst 2016

Vaxtalækkun SÍ - fyrstu viðbrögð - mikil lækkun óverðtryggðra húsnæðislána

Seðlabanki Íslands var rétt í þessu að lækka stýrivexti um 0,5%. Í yfirlýsingu Seðlabankans kemur eftirfarandi fram: Vísbendingar eru um að peningastefnan hafi náð meiri árangri undanfarið en vænst var fyrr á þessu ári. Því er útlit fyrir að hægt verði að halda verðbólgu við markmið til miðlungslangs tíma litið með lægri vöxtum en áður var talið. Ég tel að Seðlabankinn hafi einfaldlega ofmetið meira
15. ágúst 2016

Fyrsta faste1gn - fyrstu viðbrögð

Frumvarp ríkisstjórnarinnar varðandi aðgerðir í tengslum við fyrstu fasteignakaup fólks og vísir að því hvernig vægi verðtryggðra lána yrði minnkað í framtíðinni var kynnt áðan (15.8). Ég get ekki sagt annað en að við fyrstu sýn eru þessar tillögur á heildina litið afar góðar. Það helsta sem þessar tillögur miða að er að virkja fólk til sparnaðar og veita fólki aukið tækifæri til að fjárfesta í meira
11. ágúst 2016

Verðtryggð lán - einföld leið til að minnka vægi þeirra

Í morgun var fjallað um verðtryggð lán bæði á Bylgjunni og Rás 2. Einnig fjalla Elsa Lára Arnardóttir og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Framsóknarflokksins, um leiðir til að draga úr vægi verðtryggingar í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Enn á ný er fjallað um verðtryggð lán en þrátt fyrir mikla umræðu virðist lítið gerast í þeim málum en ef til vill breytist það á næstunni. meira
mynd
9. júní 2016

Doktorsritgerð MWM

Maður hefur í gegnum tíðina strengt mörg heit, aðeins til að taka aftur upp slæma ósiði. Í mínu tilfelli hef ég margoft sagt við sjálfan mig að nú sé komið nóg af lærdómi og gráðum. Þetta sagði ég eftir að hafa fengið gráðu í fjármálum og heimspeki fyrir rúmum 20 árum síðan og einnig þegar ég kláraði MSc gráðu mína í fjármálum fyrirtækja skömmu eftir hrun árið 2009. Í síðustu viku kláraði ég enn meira
Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

Hægt er að skrá sig á póstlista með því að senda beiðni til marmixa@yahoo.com með "póstlisti" í Subject. 
 

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira