Pistlar:

2. júlí 2017 kl. 7:19

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Framlenging á Leiðréttingu - mikilvægt atriði

Fyrir nokkrum árum síðan gafst landsmönnum kostur á að nota séreignarsparnað sinn til að greiða niður húsnæðislán sín að ákveðnu marki. Ég taldi þetta vera góða hugmynd og hef hvatt fólk til að nýta sér þetta í langflestum tilvikum.

Upphaflega átti þessi aðgerð að vera í boði í 3 ár. Nú hefur hún hins vegar verið framlengd um 2 ár. Til þess að nýta sér þennan kost dugar þó ekki að gera ekki neitt. Þessi skilaboð bárust í vikunni frá umsjónarmönnum verkefnsins (ég skáletra textann).

Góðan dag
 
Með lögum nr. 111/2016 var úrræðið um ráðstöfun séreignarsparnaðar, sem þú hefur nýtt þér, framlengt um tvö ár eða til júníloka 2019.
Nú hefur ríkisskattstjóri sett upp á síðunni www.leidretting.is fyrirspurn þar sem óskað er eftir afstöðu þinni hvort þú hyggist nýta þér úrræðið áfram eða hvort þú vilt hætta ráðstöfun nú í júnílok 2017.
 
Þeir sem nýtt hafa sér úrræðið eru hvattir til að fara inn á www.leidretting.is og taka afstöðu til áframhaldandi ráðstöfunar en frestur til að taka afstöðu hefur verið framlengdur til 31. júlí 2017.
 
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 442-1900 og í gegnum netfangið adstod@leidretting.is
 
Eitt atriði sem gæti farið framhjá sumum er að aðilar í sambúð þurfa að samþykkja þessa framlengingu með sitt hvorri kennitölunni. Ef annar aðilinn samþykkir þetta og ekki hinn, þá er litið svo á að aðeins annar aðilinn vilji framlengja þennan kost. Því þurfa aðilar í sambúð sem vilja nýta sér báðir þetta úrræði að skrá sig í sitt hvoru lagi og samþykkja áframhaldandi sparnað.
 
Ég taldi þetta úrræði vera góða hugmynd á sínum tíma og tel svo enn vera. Aftur á móti tel ég að breyta þurfi þessu árið 2019, þegar að núverandi úrræði fellur úr gildi, en ég skrifa nánar um það síðar.
 
MWM
 
 
 
 
19. maí 2017

Costco verður Wal-mart Íslands

Árið 1989 giftist ég konu sem átti heima í Castleberry Alabama. Það er örlítill staður í um það bil klukkutíma keyrslu norður frá Mobile Alabama sem sumir Íslendingar þekkja. Rétt hjá Castleberry (sem er stundum kallað "The Strawberry Capital of Alabama") er lítill bær sem heitir Brewton. Sá bær var með matarverslun sem hét því skemmtilega nafni Piggly-Wiggly og var það eina verslunin á meira
mynd
13. apríl 2017

Fjárfestingar lífeyrissjóða á alþjóðlegum mörkuðum

Eftir nokkur ár í viðjum gjaldeyrishafta geta Íslendingar á ný fjárfest á erlendum mörkuðum. Hið slæma við tímasetninguna er að síðan gjaldeyrishöft skullu á í kjölfar hrunsins hefur virði hlutabréfavísitalna meira en tvöfaldast á flestum mörkuðum. Því til viðbótar hefur virði skuldabréfa einnig hækkað svo mikið að góð rök eru fyrir því að mesta bólan á fjármálamörkuðum í dag sé að mestu leyti meira
14. desember 2016

25 bps lækkun stýrivaxta - viðbrögð

Seðlabankinn lækkaði stýrivexti 0,25% í morgun. Eru þeir því komnir í 5,00%. Einhverja hluta vegna virtist þetta koma markaðsaðilum á óvart (nefndin var allt af því klofin á síðasta fundi) því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækkaði um 25 bps í flestum flokkum. Yfirlýsingin Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands samhliða tilkynningu um vaxtalækkunina kemur fram að meiri meira
23. nóvember 2016

Landsbankinn, Borgun og eignarhlutur ríkisins

Skýrsla sem Ríkisendurskoðun birti í vikunni sýnir að verkferlum innan Landsbankans var verulega ábótavant varðandi sölu hans á nokkrum eignum. Skýrslan, Eignasala Landsbankans hf. 2010-16, lítur yfir farinn veg á nokkrum sölum Landsbankans á þeim árum. Sumar eignir voru seldar á lágu verði og var Icelandic Group til dæmis selt árið 2010 á verði sem var hið sama og kaupendur seldu 12 af 31 meira
mynd
14. nóvember 2016

Hinn ómögulegi þríhyrningur og stýrivextir

Stundum er vísað til kenninga um verðbréfamarkaði með orðunum „þegar þú hefur fundið lykilinn að verðbréfamörkuðum, þá er skipt um skrár“. Kenningum um verðbréfamarkaði og efnahagsmál er ætlað að veita innsýn í hvernig þau virka og þannig átta sig betur á hvaða stefnur og aðgerðir eru æskilegar þegar kemur að efnahagsmálum. Ein slík kenning snýr að hinum ómögulega þríhyrning (e. The meira
mynd
8. nóvember 2016

Íslensk ríkisbréf - samanburður við sambærileg erlend skuldabréf

Sumarið 2015 voru fyrstu áþreifanlegu skrefin tekin að losun fjármagnshafta á Íslandi þegar aðgerðaráætlun til losunar fjármagnshafta var kynnt þann 8. júní. Slitabúum fallinna fjármálastofnana, aðallega þremur stærstu íslensku bönkunum, voru settir afarkostir, sem meðal annars komu í veg fyrir að gjaldeyrir kæmi til með að flæða út úr landinu samhliða afnámi hafta, sem myndi veikja íslensku meira
mynd
2. nóvember 2016

2007 ISK

Hið merka ár 2007 fór ég ásamt fjölskyldu minni í ferðalag til Svíþjóðar. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti á Skáni, sem er í suðurhluta landsins, og tók það okkur aðeins um klukkutíma að keyra til Kaupmannahafnar, sem við gerðum tvisvar sinnum í ferðinni. Eins og flestir ferðamenn þá röltum við um á Strikinu og fengum okkur þar veitingar. Almennt er ég sparsamur í svona ferðum en ekki þá. Farið var meira
12. október 2016

Gluggi innherjaviðskipta

Trúverðugleiki er eitt af því sem mestu máli skiptir varðandi viðskipti verðbréfa í Kauphöllum. Sé hann ekki til staðar eykst áhættuálag hlutabréfa verulega sem rýrir verðgildi þeirra. Innherjaviðskipti skipta miklu máli varðandi slíkan trúverðugleika. Slík viðskipti geta rýrt trúverðugleika, jafnvel þó að á baki slíkum viðskiptum séu sömu upplýsingar varðandi stöðu fyrirtækja; aðeins þarf meira
29. september 2016

Vaxtakjör innlánsreikninga og ríkisbréfa

Samkvæmt fræðunum eiga ríkisbréf í hverju ríki að vera með minnstu áhættu fjárfestinga sem völ er á, að teknu tilliti til skuldaraáhættu. Eðlilegt er því að slík bréf myndi vaxtagrunn, það sem almennt er kallað áhættulaus ávöxtun (e. risk-free eða Rf) og síðan bætist við áhættuálag á sambærilegum skuldabréfum eða innstæðum banka. Fjárfestar taka meiri áhættu með því að "lána" öðrum en ríkinu meira
24. ágúst 2016

Vaxtalækkun SÍ - fyrstu viðbrögð - mikil lækkun óverðtryggðra húsnæðislána

Seðlabanki Íslands var rétt í þessu að lækka stýrivexti um 0,5%. Í yfirlýsingu Seðlabankans kemur eftirfarandi fram: Vísbendingar eru um að peningastefnan hafi náð meiri árangri undanfarið en vænst var fyrr á þessu ári. Því er útlit fyrir að hægt verði að halda verðbólgu við markmið til miðlungslangs tíma litið með lægri vöxtum en áður var talið. Ég tel að Seðlabankinn hafi einfaldlega ofmetið meira
15. ágúst 2016

Fyrsta faste1gn - fyrstu viðbrögð

Frumvarp ríkisstjórnarinnar varðandi aðgerðir í tengslum við fyrstu fasteignakaup fólks og vísir að því hvernig vægi verðtryggðra lána yrði minnkað í framtíðinni var kynnt áðan (15.8). Ég get ekki sagt annað en að við fyrstu sýn eru þessar tillögur á heildina litið afar góðar. Það helsta sem þessar tillögur miða að er að virkja fólk til sparnaðar og veita fólki aukið tækifæri til að fjárfesta í meira
11. ágúst 2016

Verðtryggð lán - einföld leið til að minnka vægi þeirra

Í morgun var fjallað um verðtryggð lán bæði á Bylgjunni og Rás 2. Einnig fjalla Elsa Lára Arnardóttir og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Framsóknarflokksins, um leiðir til að draga úr vægi verðtryggingar í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Enn á ný er fjallað um verðtryggð lán en þrátt fyrir mikla umræðu virðist lítið gerast í þeim málum en ef til vill breytist það á næstunni. meira
mynd
9. júní 2016

Doktorsritgerð MWM

Maður hefur í gegnum tíðina strengt mörg heit, aðeins til að taka aftur upp slæma ósiði. Í mínu tilfelli hef ég margoft sagt við sjálfan mig að nú sé komið nóg af lærdómi og gráðum. Þetta sagði ég eftir að hafa fengið gráðu í fjármálum og heimspeki fyrir rúmum 20 árum síðan og einnig þegar ég kláraði MSc gráðu mína í fjármálum fyrirtækja skömmu eftir hrun árið 2009. Í síðustu viku kláraði ég enn meira
mynd
26. maí 2016

Hrun, hrun, hrun og meira hrun

Það finnst ef til vill mörgum að verið sé að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um aðkomu þýska bankans Hauck & Auf­hauser að kaupum á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands árið 2003. Búið sé að fjalla um hrunið svo mikið að vart verði meira sagt. Ég er á öndveðri skoðun. Stór hluti þeirra rannsókna og skrifa hafa að miklu leyti einblínt á ákveðna þætti sem fjölmiðlar hafa auðveldlega náð meira
8. mars 2016

Arðgreiðslur tryggingafélaga (aftur) og dýr fjármögnun

Fyrir ári síðan skrifaði ég grein þar sem ég furðaði mig á arðgreiðslustefnu tryggingafélaga. Í greininni kom fram að samtala arðgreiðslna hjá Sjóvá, VÍS og TM væri 10,5 milljarða króna vegna ársins 2014. Í greininni kom eftirfarandi fram: Áhugavert er að bera þessa tölu saman við nokkrar stærðir þessara þriggja félaga. Samtala eigin fjár þeirra í árslok 2014 var 48 milljarðar króna. Markaðsvirði meira
11. febrúar 2016

Landsbankinn - sala fyrir Borgun

Landsbankinn er í eigu landsmanna. Óbeinn hlutur hvers Íslendings í bankanum er sjálfsagt miklu meiri en flestir átta sig á, eða í kringum einn milljón króna á hvern fjárráða Íslending miðað við bókfært virði bankans. Alþingismenn eru fulltrúar þjóðarinnar varðandi framtíð bankans. Sumir þeirra vilja að tæplega 100% eignarhlutur bankanum og því allri áhættu tengd rekstri hans verði áfram í eigu meira
26. janúar 2016

The Big Short - sannar sögur

Sönn íslensk saga Einu sinni var íslenskur bankamaður sem hóf störf í banka í byrjun október 2007. Hann hefði starfað þar í 2-3 daga þegar hann var beðinn um að kanna hversu vitræn kaup væru í bandarískum banka. Íslenski bankinn hafði á þeim tímapunkti þegar keypt bréf í bankanum fyrir um það bil 300 milljónir íslenskra króna og stóð til að kaupa auk þess fyrir 700 milljón krónur í viðbót, eða meira
21. janúar 2016

Erlendar íslenskar fjárfestingar

Hlutabréfavísitölur hafa fallið töluvert mikið á alþjóðlegum mörkuðum síðustu vikur. Íslenska hlutabréfavísitalan hefur í takti við erlendar vísitölur lækkað 7-8% fyrstu daga ársins. Íslensk hlutabréf Þó svo að íslenska hlutabréfavísitalan hafi lækkað talsvert minna en lækkun flestra erlendra hlutabréfavísitalna, þá er ekki þar með sagt að hún sé lítil. Hríðfallandi olíuverð hefur haft afar meira
8. janúar 2016

Kína og hlutabréf - mýtur um hrun

Hlutabréf í Kína eru aftur í sviðsljósinu þessa dagana eftir töluvert mikið fall hlutabréfavísitölunnar þar í upphafi árs. Aðrir hlutabréfamarkaðir féllu einnig í virði. Ýmsar skýringar hafa komið fram varðandi þetta verðfall hlutabréfa en að mínu mati eru engar nýjar fréttir að koma fram. Gengi hlutabréfa í Kína er á svipuðum slóðum og það var í haust og einnig fyrir ári síðan. Frá ársbyrjun meira
Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

Hægt er að skrá sig á póstlista með því að senda beiðni til marmixa@yahoo.com með "póstlisti" í Subject. 
 

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira