c

Pistlar:

7. janúar 2013 kl. 3:22

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Norskur Landsbanki Íslands

Í aðsendri grein Helga Magnússonar í síðasta mánuði kemur hann fram með þá skoðun að selja eigi ákveðinn hluta ríkisins í Landsbanka Íslands.  Telur hann að ríkið ætti að halda eftir þriðjungs hlut (sem veitir ákveðinn réttindi innan stjórnar) og selja einstaklingum og fagfjárfestum afganginn.  

 Einhver kann að spyrja hvort að þetta hafi ekki verið gert áður, meira að segja skömmu áður, með hrikalegum afleiðingum.  Þetta fyrirkomulag hefur hins vegar verið við lýði í Noregi í áratugi (er hluti af reynslu þeirra í sambandi við mikla bankakreppu árin 1987-1988) og reynst vel.  Með þessu helst ákveðin valdbeiting af hálfu ríkisins á rekstri fyrirtækja sem eru "of stór til að falla" en á sama tíma fækkar þeim ókostum sem fylgja ríkisreknum fyrirtækjum.  Því má reyndar einnig bæta við að lagaramminn varðandi spillingu er afar strangur í Noregi.

Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni.  Í grein sem ég skrifaði sumarið 2010 varðandi HS Orku kemur eftirfarandi texti fram:  Ég furða mig á því að engin(n) í stjórnkerfinu hafi komið fram með hugmyndir í orkumálum Íslands á svipaðan veg og norsku leiðina.  Ríki og sveitafélög gætu átt 40% í félagi, leiðandi fjárfestir gæti átt ákveðna prósentu og almenningur gæti svo átt afganginn.  Með þessu héldist aðhald í rekstri, ákveðinn aðili hefði hag af meiri hagnað en opinberir aðilar hefðu ákveðið neitunarvald á aðgerðum sem fælu í sér of mikla áhættu (það þyrfti augljóslega að skilgreina það hlutverk í ljósi reynslunnar).

Eftirspurn eftir hlutabréfum á Íslandi er mikil þessa stundina (hugsanlega að hluta til vegna gjaldeyrishafta).  Því er ég sammála Helga í þessu máli; ríkið á að selja hlut sinn í Landsbanka Íslands samkvæmt norsku leiðinni.  Stjórnvöld ættu að vinna í því máli sem allra fyrst.

MWM

ps. Ketill Sigurjónsson hefur fjallað um heppilega kosti eignarhalds íslenskra orkufyrirtækja; sjá meðal annars grein hans Eignarhald á íslenskum virkjunum og orkufyrirtækjum - http://askja.blog.is/blog/askja/entry/1159568/.

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

People Need Housing to Live in - https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/02673037.2024.2339920

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands

Stjórnarmaður í Almenna

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira