c

Pistlar:

11. nóvember 2015 kl. 6:30

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Að afþakka ókeypis pening

Fram kom nýlega í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að töluvert minni fjöldi fólks nýtir sér séreignarsparnað við að greiða niður húsnæðislán sín en gert var ráð fyrir. Aðeins 35 þúsund umsóknir eru í dag virkar.

Þetta er sláandi. Með því að nýta sér þetta úrræði geta heimili landsins lækkað skuldir sínar með hagkvæmum hætti. Má segja að fólk hafi tvo kosti, ég einfalda dæmið og miða við 100 krónur en hjón geta nýtt sér allt að 750 þúsund krónur á ári í slíkar niðurgreiðslur.

Kostur 1. Taka 100 krónur, en fá þó ekki nema 60 krónur því um það bil 40 krónur eru skattlagðar.

Kostur 2. Nota 100 krónur til að niðurgreiða lán í gegnum séreignarsparnað og lánið lækkar um 100 krónur því að þetta eru skattfrjálsar krónur.

Má segja að 40 krónur séu ókeypis til að greiða niður skuldir. Rétt er að taka fram að sumar umsóknir hafa fengið synjun en ljóst er þó að margir afþakka slíku tilboði.

MWM

Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

People Need Housing to Live in - https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/02673037.2024.2339920

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands

Stjórnarmaður í Almenna

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira