Grjótharðir sjómenn

Hetjur hafsins sýndu samstöðu í verki á samstöðufundi á Austurvelli …
Hetjur hafsins sýndu samstöðu í verki á samstöðufundi á Austurvelli í dag. mbl.is/Golli

Sjómenn fylktu liði á Austurvöll í dag til samstöðufundar. Menn segjast grjótharðir á sínum kröfum og krefjast leiðréttingar kjara sinna.

Að sögn Þórólfs Júlíans Dagssonar, eins skipuleggjenda fundarins, ákváðu sjómenn að efna til fundarins vegna nýlegra frétta um uppsagnir fiskvinnslufólks. 

Sjá frétt: Samstöðufundur á Austurvelli kl. 16

Vart hefur farið fram hjá mörgum að sjómenn eru í verkfalli og hafa verið í 5 vikur, eða frá 14. desember síðastliðnum. Fiskiskipaflotinn liggur því allur við höfn á meðan sjómenn krefjast betri kjara.

Togarajaxlarnir Barði Már Barðason, Bjarni Friðriksson og Steinar Már Björnsson.
Togarajaxlarnir Barði Már Barðason, Bjarni Friðriksson og Steinar Már Björnsson. mbl.is/Golli

Meðal þeirra sem lögðu leið sína á fundinn voru Barði Már Barðason, Bjarni Friðriksson og Steinar Már Björnsson. Allir eru þeir togarajaxlar, hoknir af reynslu og hafa róið á miðin í áratugi. 

Þeir segja morgunljóst að mikil samstaða ríki meðal stéttarinnar í því að það verði enginn samningur samþykktur sem taki ekki á stóru málunum; olíuverðinu og nýsmíðaálaginu.

„Menn eru grjótharðir í þessu. Það er ekki eins og verið sé að sníkja einhver forréttindi, við erum bara að biðja um það sem allt annað vinnandi fólk fær og þykir sjálfsagt,“ segja þeir.

„Það skiptir voðalega litlu hvort við fáum eitt vettlingapar í viðbót eður ei, það er ekki það sem skiptir máli hér. Það þarf að mæta kröfum sjómanna varðandi stóru málin og lagfæra þau viðmið sem nú eru á olíukostnaði og nýsmíðaálaginu að minnsta kosti. Annars verður ekki samið, það er alveg á hreinu.“

Ekki var annað að heyra á fundargestum en að allir sem einn tækju í sama streng og mikill einhugur einkenndi andrúmsloftið á Austuvelli í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 603,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 280,41 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 248,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 261,04 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 320,81 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 276,57 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg
19.9.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Þorskur 25.059 kg
Ýsa 19.310 kg
Ufsi 479 kg
Karfi 114 kg
Samtals 44.962 kg
19.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 924 kg
Ýsa 112 kg
Ufsi 68 kg
Skarkoli 17 kg
Karfi 9 kg
Hlýri 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.140 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 603,43 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,79 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 280,41 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 248,81 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 261,04 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 320,81 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 276,57 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 473 kg
Ufsi 12 kg
Samtals 485 kg
19.9.24 Vestmannaey VE 54 Botnvarpa
Þorskur 25.059 kg
Ýsa 19.310 kg
Ufsi 479 kg
Karfi 114 kg
Samtals 44.962 kg
19.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 924 kg
Ýsa 112 kg
Ufsi 68 kg
Skarkoli 17 kg
Karfi 9 kg
Hlýri 5 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 1.140 kg

Skoða allar landanir »