Uppsagnir ekki í farvatninu í Eyjum

Sterkt gengi krónu er sagt koma illa við reksturinn.
Sterkt gengi krónu er sagt koma illa við reksturinn. mbl.is/Árni Sæberg

Engar hópuppsagnir eru í farvatninu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Þetta segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við mbl.is í kjölfar frétta af mögulegri lokun botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi.

„Fyr­ir það fyrsta höf­um við ekki tekið þessa ákvörðun. En ástæðan fyr­ir því að við höf­um uppi þessi áform eru fyr­ir­sjá­an­leg­ir rekstr­ar­erfiðleik­ar í land­vinnslu,“ sagði Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, for­stjóri HB Granda, í sam­tali við mbl.is í gær. Helstu ástæðu erfiðleikanna sagði hann felast í gengi krónunnar.

Sigurgeir Brynjar tekur undir það að sterkt gengi krónu komi illa við reksturinn.

„En við erum bara að vinna úr því. Auðvitað erum við sífellt að skoða hvar er hægt að gera betur, en það eru engar stórar uppsagnir eða stórkostlegar breytingar í farvatninu.“

Misstu hillupláss og verðið féll

Spurður að hvaða leyti rekstrarumhverfið hafi breyst segir Sigurgeir Brynjar:

„Verðið hefur lækkað mjög mikið, sérstaklega á ferskum afurðum, meira heldur en gert hefur. Það er einfaldlega vegna þess að við sveltum markaðina í tvo og hálfan mánuð, misstum hillupláss og verðið féll um leið.“

Mat hans er því að gengi krónunnar og langt verkfall sjómanna eigi hvort tveggja sök að máli.

„Þetta kemur tvennt saman. Ef veitingastaður var með íslenskan þorsk á matseðlinum og fær hann svo ekki í tvo og hálfan mánuð, þá fer hann ekki umhugsunarlaust strax aftur á seðilinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »