Verkfallið þurrkaði fiskinn úr verslunum Walmart

mbl.is/Ómar

Þrátt fyr­ir að rúm­ir fimm mánuðir séu liðnir frá því að ís­lenski fiski­skipa­flot­inn hélt að nýju til veiða eft­ir tíu vikna verk­fall gæt­ir áhrifa verk­falls­ins ennþá. Verk­fallið hafði al­var­leg áhrif á sölu- og markaðsstarf á er­lend­um mörkuðum. Fisksal­ar misstu ekki aðeins traust er­lendra kaup­enda held­ur eru einnig dæmi þess að þeir hafi misst pláss í hill­um versl­un­ar­risa og það hefur reynst örðugt til þessa að vinna plássið til baka.

Jón Georg Aðalsteinsson, stjórnarformaður Ice-co.
Jón Georg Aðalsteinsson, stjórnarformaður Ice-co.

Jón Georg Aðal­steins­son, stjórn­ar­formaður Ice-co, var meðal þeirra sem vöruðu við áhrif­um verk­falls­ins þegar það stóð sem hæst. Fyr­ir­tækið var komið með þorsk inn í 3.500 versl­an­ir Walmart í flest­um ríkj­um Banda­ríkj­anna, á vest­ur­strönd­inni, aust­ur­strönd­inni og í miðríkj­un­um.

Til stóð að fjölga versl­un­um um tvö þúsund í fram­hald­inu og fjölga jafn­framt teg­und­un­um í Walmart , þ.e. hefja sölu á ýsu og bleik­um fisk frá Íslandi í versl­un­um keðjunn­ar en þau áform urðu að engu eft­ir að verk­fallið skall á. Fyr­ir­tækið gat ekki leng­ur afhent vör­una svo versl­un­ar­ris­inn leitaði annað. Um fersk­fisk­inn gilda líka önn­ur lög­mál en um fros­inn fisk þar sem hann þarf að af­henda á hverj­um degi, og geym­ist ekki eins og sá frosni.

Þurftu að segja fólki upp og endurskipuleggja reksturinn

„Þetta hjá Walmart er ekk­ert komið til baka,“ seg­ir Jón Georg. „Þetta er búið að skaða okk­ur mjög mikið og hafa tilraunir til að ná þessu til baka hafa ekki gengið eftir hingað til,“ bæt­ir hann við en fyr­ir­tækið þurfti að segja upp starfs­mönn­um og end­ur­skipu­leggja rekst­ur­inn vegna verk­falls­ins.

„Við erum vissu­lega að reyna að koma þessu aft­ur í gang, en það er alls óvíst hvort að það ná­ist,“ seg­ir Jón Georg. „Versl­un­ar­keðjurn­ar úti í heimi eru ekk­ert að setja sig inn í það hvað sé að ger­ast í kjara­mál­um á Íslandi. Þeir fylla dýr­mætt hillupláss af vör­um sem neyt­and­inn vill kaupa, og ef þeir fá ekki fisk­inn hér á Íslandi þá verða þeir að finna aðrar lausn­ir. Þegar þú seg­ist vera kom­inn aft­ur, og þeir eru bún­ir að finna aðrar lausn­ir og viðkom­andi aðili er að skaffa vör­una, hef­ur stór­markaður­inn enga ástæðu til að skipta,“ seg­ir Jón Georg.

Walmart var einn stærsti kaup­andi fisks af fyr­ir­tæk­inu en það sel­ur einnig til Kan­ada og á Evr­ópu­markað, s.s. Sviss, Frakk­land og Bret­land. „Verkfallið hafði líka mikil áhrif þar. Markaðsstarfið fer á byrj­un­ar­reit, á mörg­um mörkuðum erum við á sama stað og við vor­um á fyr­ir ári,“ seg­ir Jón Georg.

Walmart henti þó ís­lensk­um fiski ekki al­veg úr hill­um sín­um, en magnið sem fer í hill­ur versl­un­ar­inn­ar er um fimm pró­sent af því sem áður var. Eng­in hag­kvæmni er í því að selja svona lítið magn að sögn Jóns Georgs, en haldið er í von­ina um að með staðfestu megi með tíð og tíma byggja upp sama viðskipta­sam­band og fyr­ir verk­fall.

Þröstur Njálsson á Ásmundi RE kyssir konu sína, Maríu Sif …
Þröstur Njálsson á Ásmundi RE kyssir konu sína, Maríu Sif Albertsdóttur, bless áður en hann hélt til veiða á konudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Með samstilltu átaki tókst að halda þjónustustiginu í Sviss

Fyrsti markaður­inn sem fyr­ir­tækið byrjaði að selja fisk inn á var Sviss og tókst Ice-co að halda þjón­ustu­stig­inu þar nokkuð vel, með sam­stilltu átaki Odda á Pat­reks­firði. „Þeir eiga hrós skilið. Þeir lögðu sig fram við að skaffa fisk frá smá­bát­um til að við misst­um ekki hilluplássið, og það skilaði sér því við náðum að halda þeim viðskipt­um,“ seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,24 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,11 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 504,24 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 465,37 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 248,11 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,88 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »