Engar forsendur fyrir að loka Djúpinu

Frá laxeldi í Patreksfirði. Mynd úr safni.
Frá laxeldi í Patreksfirði. Mynd úr safni. mbl.is/Helgi Bjarnason

Engar forsendur eru fyrir því að loka Ísafjarðardjúpi fyrir fiskeldi. Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður og oddviti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein á fréttavefnum Bæjarins besta.

Segir hann að mikilvægt sé að Hafrannsóknastofnun fái ráðrúm til að klára sína rannsóknar- og þróunarvinnu. Í dag sé hins vegar ekki hægt að leggja þær rannsóknir til grundvallar ákvarðanatöku um framtíð fiskeldis.

Sé horft til þess, mögulegra mótvægisaðgerða og hinna jákvæðu samfélagsáhrifa eru engar forsendur fyrir því að loka Djúpinu,“ skrifar Gunnar Bragi.

Vísar hann þar til áhættumats vegna mögulegrar erfðablönd­un­ar frá lax­eldi í sjókví­um á Vest­fjörðum og Aust­fjörðum, sem Haf­rann­sókna­stofn­un gaf út í júlímánuði, en í skýrslu stofnunarinnar er lagt til að eldi í Ísafjarðardjúpi verði ekki leyft vegna mögulegra mikilla neikvæðra áhrifa á laxastofna í Djúpinu.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert

Vestfirðingum fækkað um 25% á 30 árum

Við erum í þeirri forréttindastöðu að vera að byggja eldi hér upp nánast frá grunni, þannig getum við lært af mistökum okkar og annarra eldisþjóða og tryggt að gera þetta rétt og vel. Vestfirðingum hefur fækkað um 25% á síðustu 30 árum og þeir eru ekki að biðja um álver eða stóriðju, þeir eru að biðja um sanngirni ríkisvaldsins, að það leggist ekki í veg fyrir umhverfisvæna matvælaframleiðslu með boðum og bönnum heldur finni lausnir á þeim vandamálum sem fylgt geta slíkri starfsemi. Fyrir því mun ég berjast inní umhverfisnefnd þingsins og á þinginu sjálfu,“ skrifar þingmaðurinn og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrann.

For­stjóri Haf­rann­sókn­a­stofn­un­ar hefur þegar sagt í samtali við 200 mílur að við gerð áhættumatsins hafi áhætt­an af erfðablönd­un verið skoðuð en ekki ávinn­ing­ur ná­lægra byggðalaga vegna at­vinnu­upp­bygg­ing­ar lax­eld­is.

„Þetta bygg­ir á bestu fá­an­legu þekk­ingu en við ger­um okk­ur grein fyr­ir því að við vit­um ekki hvernig þetta verður í raun og veru,“ sagði Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Hafró.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 3.338 kg
Ýsa 2.064 kg
Steinbítur 85 kg
Langa 10 kg
Samtals 5.497 kg
20.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.123 kg
Ýsa 2.373 kg
Langa 703 kg
Steinbítur 121 kg
Keila 116 kg
Karfi 115 kg
Ufsi 93 kg
Hlýri 24 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 10.682 kg
20.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 7.247 kg
Karfi 351 kg
Keila 253 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 7.874 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 501,11 kr/kg
Þorskur, slægður 20.9.24 428,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.9.24 249,57 kr/kg
Ýsa, slægð 20.9.24 193,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 20.9.24 267,83 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 20.9.24 404,77 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.9.24 48,32 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 3.338 kg
Ýsa 2.064 kg
Steinbítur 85 kg
Langa 10 kg
Samtals 5.497 kg
20.9.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 7.123 kg
Ýsa 2.373 kg
Langa 703 kg
Steinbítur 121 kg
Keila 116 kg
Karfi 115 kg
Ufsi 93 kg
Hlýri 24 kg
Skarkoli 14 kg
Samtals 10.682 kg
20.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 7.247 kg
Karfi 351 kg
Keila 253 kg
Steinbítur 13 kg
Ufsi 10 kg
Samtals 7.874 kg

Skoða allar landanir »