„Bæjarstjóranum til skammar“

Ísafjörður.
Ísafjörður. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þessi framganga er ekki bara að mínu mati bæjarstjóranum til skammar heldur bæjarfélaginu líka ef það ætlar að standa við bakið á svona málflutningi,“ segir Óðinn Sigþórsson, nefndarmaður í starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumörkun í fiskeldi.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagðist í samtali við mbl.is fyrr í dag ekki ætla að biðjast afsökunar á ummælum sem hann lét falla á bæjarstjórnarfundi 24. ágúst.

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Aðdróttanir sem standast ekki

Óðinn segir að ekki sé verið að biðja Gísla Halldór um afsökunarbeiðni í bréfi sem nefndarmenn sendu bæjarstjórn, forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs á Ísafirði. Í bréfinu seg­ir að í um­mæl­um bæj­ar­stjóra hafi fal­ist „gróf og ósönn ásök­un“ um að full­trúi veiðirétt­ar­hafa og full­trú­ar lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna hafi sýnt af sér óheil­indi og óheiðarleika í störf­um sín­um. Í bréfinu er kraf­ist op­in­berr­ar af­sök­un­ar Ísa­fjarðarbæj­ar.

„Þetta er í ætt við annað sem hann sagði á þessum fundi,“ segir hann um viðtalið við Gísla á mbl.is. „Hann er að drótta að nefndarmönnum að þeir hafi með einhverjum óeðlilegum hætti komist að þessari niðurstöðu sem áhættumatið kveður á um. Það kemur skýrt fram í bréfinu að þau ummæli standast ekki.“

Óðinn Sigþórsson.
Óðinn Sigþórsson. Ljósmynd/Aðsend

Ætti að kynna sér málin betur 

Óðinn bætir við að ummæli Gísla um að hann hafi rokið út af fundi og neitað að skrifa undir séu ekki samkvæmt því sem gerðist. Bókunin sem kom fram í lokin hafi ekki varðað samkomulagið heldur meginefni skýrslunnar sem lá fyrir.

„Ég held að þessi ágæti bæjarstjóri ætti að kynna sér þau mál sem hann er að gaspra um opinberlega með þessum hætti.“

Varðandi orð bæjarstjórans á bæjarstjórnarfundinum segir hann að þau hafi verið birt opinberlega og hver sem er geti kynnt sér það sem hann sagði. „Það er ekkert ofsagt í okkar bréfi hvað það varðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 188,40 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,31 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,57 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.5.24 Birna SK 559 Handfæri
Þorskur 391 kg
Samtals 391 kg
2.5.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 1.322 kg
Þorskur 17 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.340 kg
2.5.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 219 kg
Samtals 219 kg
2.5.24 Lilja ÞH 21 Handfæri
Þorskur 891 kg
Ufsi 359 kg
Samtals 1.250 kg
2.5.24 Bobby 17 ÍS 377 Sjóstöng
Þorskur 203 kg
Samtals 203 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.4.24 392,10 kr/kg
Þorskur, slægður 30.4.24 432,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.4.24 188,40 kr/kg
Ýsa, slægð 30.4.24 117,75 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.4.24 163,31 kr/kg
Ufsi, slægður 30.4.24 175,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 30.4.24 142,57 kr/kg
Litli karfi 28.4.24 7,72 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.5.24 Birna SK 559 Handfæri
Þorskur 391 kg
Samtals 391 kg
2.5.24 Guðrún AK 9 Grásleppunet
Grásleppa 1.322 kg
Þorskur 17 kg
Skarkoli 1 kg
Samtals 1.340 kg
2.5.24 Bobby 4 ÍS 364 Sjóstöng
Þorskur 219 kg
Samtals 219 kg
2.5.24 Lilja ÞH 21 Handfæri
Þorskur 891 kg
Ufsi 359 kg
Samtals 1.250 kg
2.5.24 Bobby 17 ÍS 377 Sjóstöng
Þorskur 203 kg
Samtals 203 kg

Skoða allar landanir »