„Fer ekkert á milli mála“

Tundurduflið á dekki skipsins.
Tundurduflið á dekki skipsins. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Það fer ekkert á milli mála að það er eitthvað annað í pokanum en fiskur. Hins vegar kemur tundurduflið ekki í ljós fyrr en þetta er komið inn á dekk, þegar opnað er fyrir pokann.“

Þetta segir Ólafur H. Gunnarsson, skipstjóri á Ljósafelli, í samtali við 200 mílur en áhöfn skipsins fékk tundurdufl í trollið aðfaranótt síðastliðins mánudags. Sjá má frá sprengingu duflsins neðar í fréttinni.

Spurður hvernig reynslan hafi verið segir Ólafur að þetta sé nú ekki í fyrsta skipti sem hann fái dufl í trollið á sinni skipstjóratíð.

„Mönnum er kannski ekki alveg sama. En ég held að ef duflið væri virkt, á þann veg að það myndi springa við hnjask, þá væri þetta löngu sprungið. Þetta er kannski ekki alveg eins hættulegt og það var árið 1950, þessi fyrstu ár á eftir. Þá voru þau hættuleg. En nú er langt um liðið, sjötíu ár.“

Ljósafell SU-70 á siglingu í Fáskrúðsfirði.
Ljósafell SU-70 á siglingu í Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp

„Saga sem við þurfum að búa við“

Ólafur á þar við síðari heimsstyrjöldina, en ógrynni af tundurduflum var þá lagt í höf í heimsins, eða um 600 til 700 þúsund, og allt að þriðjungur þeirra í kringum Ísland, að því er fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands.

„Þetta er saga sem við þurfum að búa við. Það var lagt út svo mikið af duflum hérna áður fyrr. Og ég hef alveg trú á því að það eru einhver eftir í sjónum, ef þau eru ekki morknuð niður. Það var lítið eftir af þessu dufli, það var að tærast í sundur allt saman.“

Ólafur segir að vantað hafi helming brynjunnar utan um tundurduflið, að því er virtist.

„Hinn helmingurinn var bara farinn. En púðurtunnan var þarna enn þá.“

Ljósafellið í höfn.
Ljósafellið í höfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Duflið sprengt á tíu metra dýpi

Fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar að þyrlan TF-GNA hafi flutt sprengjusérfræðinga Gæslunnar og búnað þeirra austur. Var lent við þjóðveginn nærri bænum Vík í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Þeir fóru svo um borð í Ljósafellið með slöngubát frá björgunarsveitinni Geisla á Fáskrúðsfirði. 

Duflið var í framhaldinu sett í sjóinn en fest við slöngubátinn þannig að það var á 1,5 metra dýpi. Var svo siglt á heppilegan stað og því sökkt niður á tíu metra dýpi, á meðan Ljósafellið sigldi sína leið til Fáskrúðsfjarðar. 

Segir enn fremur á vef Gæslunnar að eftir að duflinu var komið fyrir hafi verið sett á það bauja með ljósmerki og sólarupprásar svo beðið.

Á áttunda tímanum að morgni mánudagsins hafi liðsmenn sprengjueyðingarsveitarinnar þá kafað niður og fest sprengjuhleðslu á duflið til að eyða því.

Tæpri klukkustund síðar var duflið sprengt en lögregla hafði þá lokað þjóðveginum í um hálfs kílómetra fjarlægð frá duflinu. Allt gekk að óskum en ljóst mun hafa verið af sprengingunni að duflið var algerlega virkt.

Reyna að veiða eitthvað annað en þorsk

Ljósafellið kom að landi í gærkvöldi með um 72 tonn og var uppistaða aflans þorskur. Skipið kom nýlega úr þriggja vikna slipp en síðan þá hefur veiðin gengið ágætlega að sögn Ólafs.

„Við erum búnir að landa þrisvar síðan, á rúmri viku,“ segir hann og bætir við að stefnt sé aftur á miðin klukkan átta í fyrramálið.

„Við ætlum að reyna að fiska karfa og eitthvað annað en þorsk. Það er allt á fullu í makríl hérna hjá okkur og á meðan þurfa þeir ekki bolfisk í vinnsluna. Þá geymum við þorskinn og hann fær að synda í sjónum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.9.24 543,40 kr/kg
Þorskur, slægður 23.9.24 437,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.9.24 259,06 kr/kg
Ýsa, slægð 23.9.24 272,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.9.24 214,71 kr/kg
Ufsi, slægður 23.9.24 235,37 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 23.9.24 266,48 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.9.24 280,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 3.880 kg
Ýsa 1.411 kg
Keila 44 kg
Steinbítur 44 kg
Ufsi 20 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 4 kg
Samtals 5.422 kg
23.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 1.885 kg
Ýsa 1.383 kg
Keila 140 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 3.419 kg
23.9.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 4.686 kg
Skarkoli 2.816 kg
Sandkoli 365 kg
Þykkvalúra 38 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 13 kg
Skötuselur 3 kg
Samtals 7.942 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.9.24 543,40 kr/kg
Þorskur, slægður 23.9.24 437,23 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.9.24 259,06 kr/kg
Ýsa, slægð 23.9.24 272,05 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.9.24 214,71 kr/kg
Ufsi, slægður 23.9.24 235,37 kr/kg
Djúpkarfi 20.9.24 301,00 kr/kg
Gullkarfi 23.9.24 266,48 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 23.9.24 280,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.24 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 3.880 kg
Ýsa 1.411 kg
Keila 44 kg
Steinbítur 44 kg
Ufsi 20 kg
Hlýri 19 kg
Karfi 4 kg
Samtals 5.422 kg
23.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 1.885 kg
Ýsa 1.383 kg
Keila 140 kg
Hlýri 11 kg
Samtals 3.419 kg
23.9.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Þorskur 4.686 kg
Skarkoli 2.816 kg
Sandkoli 365 kg
Þykkvalúra 38 kg
Steinbítur 21 kg
Ýsa 13 kg
Skötuselur 3 kg
Samtals 7.942 kg

Skoða allar landanir »