Fiskeldi Austfjarða telur erfðablöndun ólíklega

Sjókvíaeldi í Berufirði.
Sjókvíaeldi í Berufirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fiskeldi Austfjarða áætlar að auka árlega slátrun úr fiskeldinu úr 11 þúsund tonnum í 21 þúsund tonn í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Fyrirtækið metur erfðablöndun við villtan lax ólíklega. Þetta kemur fram í frummati á umhverfisáhrifum, sem fyrirtækið hefur lagt fram. Skýrslan er aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar en fram kemur í tilkynningu að allir geti kynnt sér efni hennar og lagt fram athugasemdir.

Í matinu kemur fram að slátrun regnbogasilungs verði hætt og að fyrirtækið muni aðeins framleiða lax. Nálægt helmingur laxins, bæði í Berufirði og Fáskrúðsfirði, verður geldlax, eða fimm þúsund tonn af ellefu þúsund í Fáskrúðsfirði og fjögur þúsund tonn af tíu þúsund í Berufirði.

Sérstaklega styrktar kvíar

Laxinn verður ræktaður í „mjög öflugum“ sjókvíum en þær eru 50 metrar í þvermál og 160 metrar að ummáli. Þær eru að sögn hannaðar til að þola úthafsöldu betur og séu hagstæðari í rekstri en smærri kvíar. Fiskurinn þrífist einnig betur. „Eldiskvíarnar eru sérstaklega styrktar til að þola allt að 5 metra ölduhæð og ísingu,“ segir í matinu.

Kvíarnar verða samtals 24 fyrir hvern seiðaárgang. „Eldisnótin verður 20 m djúp og er rými nótar 45 þúsund rúmmetrar.“ Fram kemur að 10 til 20 kvíar verða festar saman í þyrpingu.

Í mati fyrirtækisins kemur fram að öll áhrif á framkvæmdatíma séu metin afturkræf. „Rekstur fiskeldisins er hugsaður til ótilgreindrar framtíðar og áhrif vara á meðan honum stendur.“

Laxeldi í sjókvíum. Mynd úr safni.
Laxeldi í sjókvíum. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Neikvæð áhrif á botndýralíf

Einnig kemur fram í matinu að fiskeldið muni hafa neikvæð áhrif á botndýralíf undir kvíunum á meðan fiskeldið er til staðar. „Áhrifin í og við næsta nágrenni kvíanna munu verða nokkuð til talsvert neikvæð. Sé litið til áhrifasvæða í Berufirði og Fáskrúðsfirði í heild þá eru áhrif á botndýralíf talin verða óveruleg.“

Þá er tekið fram að ef villtur fiskur sýkist af völdum smits frá eldisfiski séu slík áhrif „talin afturkræf“. Þá er búist við því að áhrif af völdum laxalúsar verði óveruleg. Lítil hætta sé á að villtir laxfiskar skaðist af laxalús vegna eldisins í Berufirði og Fáskrúðsfirði.

Telja erfðablöndun ólíklega

Laxeldi hefur mætt andstöðu forsvarsmanna veiðimanna vegna ótta á slysasleppingum. Um slíkar óhöpp er fjallað í matinu. Fram kemur að laxar sem strjúki geti „hugsanleg[a] haft bein áhrif á erfðamengi villtra laxastofna en slíkt hefur ekki gerst með sannanlegum hæti.“

Þá segir að eldissvæði Fiskeldis Austfjarða séu langt frá búsvæðum villtra laxa og að rannsóknir hafi sýnt að mikið álag þurfi til að erfðablöndunar verði vart í villtum laxastofnum. Því sé ólíklegt að vart verði við erfðaáhrif. „Með því að nota geldfisk er einnig dregið úr hættu þess að eldisfiskur sem sleppur nái að hafa áhrif á villta laxastofna sökum þess að hann getur ekki fjölgað sér. Verklag og mótvægisaðgerðir draga einnig úr möguleikum á að lax sleppi en það er forsenda þess að eldið hafi bein áhrif á erfðamengi villtra laxastofna. Áhrifin eru því metin óveruleg og afturkræf í heildina.“

Fram kemur einnig að starfsemin muni hafa jákvæð áhrif fyrir Djúpavog vegna aðflutnings starfsmanna og talsvert jákvæð áhrif fyrir fyrir Fáskrúðsfjörð. „Áhrif á atvinnu- og efnahagslíf eru talinn verða verulega jákvæð fyrir Djúpavogshrepp en talsvert jákvæð fyrir Fáskrúðsfjörð. Þetta stafar af fjölgun starfa og aukins fjölbreytileika í atvinnustarfsemi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,35 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 245,22 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 221,87 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,09 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 417 kg
Ufsi 275 kg
Karfi 24 kg
Samtals 716 kg
18.9.24 Vésteinn GK 88 Lína
Karfi 309 kg
Keila 292 kg
Hlýri 205 kg
Þorskur 162 kg
Ufsi 21 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 998 kg
18.9.24 Auður Vésteins SU 88 Lína
Keila 207 kg
Hlýri 189 kg
Karfi 137 kg
Þorskur 83 kg
Ufsi 8 kg
Steinbítur 5 kg
Samtals 629 kg

Skoða allar landanir »