Loðnuvinnslan mótmælir áformum um fiskeldi

Löndun hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði.
Löndun hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp

Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði mótmælir harðlega áformum um stórfellt laxeldi í Fáskrúðsfirði. Segir í tilkynningu frá stjórn útgerðarinnar að áformin séu nú í umsagnarferli án þess að fram hafi farið heildarmat á áhrifum þess á lífríki og burðarþol fjarðarins.

„Samkvæmt fyrirliggjandi frummatsáætlun eru áform um 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði sem fylgja munu margvísleg umhverfisáhrif. Fyrirtækið Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á reglbogasilungi/laxi sem ekki er enn farið að nýta og til viðbótar eru í ferli áætlanir fyrirtækisins um 7.854 tonna framleiðsluaukningu í Fáskrúðsfirði,“ segir í tilkynningunni.

„Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum en gangi þessi áform eftir stefnir í um 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er sambærilegt og öll eldisframleiðsla í landinu í dag.“

Stjórnin segir að samkvæmt heimildum frá Landssambandi fiskeldisstöðva verði til, við framleiðslu á einu tonni af laxi, úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns.

Þannig jafngildi mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.

Stjórnin furðar sig á því að umsagna fyrirtækisins hafi ekki …
Stjórnin furðar sig á því að umsagna fyrirtækisins hafi ekki verið leitað. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hreinn sjór undirstaða hrognavinnslunnar

Enn fremur segir í tilkynningunni að Loðnuvinnslan sé stærsti atvinnurekandinn á Fáskrúðsfirði, en þar starfa að jafnaði 150 manns. Er hrognavinnsla sögð mjög mikilvæg fyrir reksturinn, enda sé hún á þessu ári yfir 20% af framleiðsluverðmæti fyrirtækisins.

„Undirstaða þessarar vinnslu er mikið magn af hreinum og ómenguðum sjó sem dælt er úr firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar gerir alvarlega athugasemd við að ekki var leitað umsagnar félagsins um þessi áform og að hvergi í frummatsskýrslunni er minnst á þann möguleika að mengandi efni frá fyrirhuguðu fiskeldi muni hafa áhrif á gæði sjávarins og þar með hrognavinnslu í Fáskrúðsfirði.“

Tekið er fram að samkvæmt frummatsskýrslu laxeldisfyrirtækjanna sé staðsetning og stærð fyrirhugaðra sjókvía mjög á reiki. Umfangið sem þar sé sýnt sé allt frá því að vera lítið og að því að firðinum sé nánast lokað.

Stjórnin segir að samkvæmt heimildum frá Landssambandi fiskeldisstöðva verði til, …
Stjórnin segir að samkvæmt heimildum frá Landssambandi fiskeldisstöðva verði til, við framleiðslu á einu tonni af laxi, úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fjöreggið á valdi tveggja stofnana

„Þar sem gert er ráð fyrir mestri starfsemi er fjörðurinn um 1300 metrar á breidd og siglingaleiðin innan við 400 metrar. Það er því ljóst að fyrirhugað laxeldi mun þrengja verulega að siglingaleiðum en gott aðgengi skipa er fyrirtækinu lífsnauðsynlegt,“ segir að lokum í tilkynningunni.

„Stjórn Loðnuvinnslunnar furðar sig á að þessi áform hafi verið í undirbúningi í nær 4 ár án þess að umsagna fyrirtækisins hafi verið leitað. Þá er það óskiljanlegt að sveitarfélagið Fjarðabyggð skuli ekki hafa neina lögsögu í máli sem varðar starfsemi sem hefur verið ein af lífæðum Fáskrúðsfjarðar um árabil, heldur er það fjöregg algjörlega á valdi Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 207,00 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 382,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 278,20 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.9.24 207,00 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 382,51 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 278,20 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 255,01 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 305,83 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.9.24 Emilý SU 157 Handfæri
Ufsi 208 kg
Þorskur 82 kg
Samtals 290 kg
20.9.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf B 1.206 kg
Samtals 1.206 kg
20.9.24 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 1.318 kg
Ýsa 384 kg
Ufsi 113 kg
Skarkoli 10 kg
Steinbítur 3 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.829 kg
20.9.24 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet
Þorskur 803 kg
Ufsi 81 kg
Karfi 21 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 909 kg

Skoða allar landanir »