Draumur margra er að geta flogið á milli staða - án þess að þurfa að stíga upp í stóra flugvél. Mannkynið er nú einu skrefi nær því takmarki því tilraunir eru nú gerðar í Slóvakíu með fljúgandi bíl.
Bíllinn er hannaður og smíðaður af Stefan Klein en innblásturinn fyrir hönnuninni sótti hann í vísindaskáldsögur Jules Verne og Antoine de Saint-Exupery.