Ofurmennið fær góða dóma

Brandon Routh í hlutverki Ofurmennisins.
Brandon Routh í hlutverki Ofurmennisins.

Gagnrýnendur virðast ætla að taka nýju Ofurmennismyndinni, Superman Returns, opnum örmum nú þegar vika er í formlega frumsýningu.

Gagnrýnandi Hollywood Reporter segir til að mynda að myndin sé einlæg og höfði til breiðs hóps og gagnrýnandi Variety heldur vart vatni yfir frammistöðu Brandons Rouths í hlutverki stálmannsins. David Ansen hjá Newsweek segir að myndin hafi haft á sig áhrif af þeim toga sem hann hafi síst átt von á. Hann væri „hamingjusamur yfir því að Ofurmennið væri komið aftur" rétt eins hann hefði virkilega saknað þess.

David Poland hjá Movie City News gat þó ekki tekið undir lofsöng starfsbræðra sinna og spáði því að Pirates of the Caribbean II myndi valta yfir hana í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg