Sophia Loren sat fyrir á myndum fyrir Pirelli-dagatalið

Hin ítalska Sophia Loren.
Hin ítalska Sophia Loren. Reuters

Ítalska leikkonan Sophia Loren, sem er 71 árs, er elsta konan sem hefur setið fyrir hið fræga Pirelli dagatal. Loren er ein af fimm leikkonum sem hafa látið mynda sig fyrir dagatalið sem kemur út í 33. sinn í nóvember.

Auk Loren munu myndir af Naomi Watts, Penelope Cruz, Hilary Swank og frönsku leikkonunni Lou Doillon einnig prýða dagatalið.

Loren segir að hún hafi skemmt sér afar vel, og að henni hafi liðið eins og ungri stúlku er hún sat fyrir á myndunum. Pirelli hefur vísað því á bug að Loren hafi setið nakin fyrir.

Ein af ljósmyndunum sem var tekin fyrir dagatalið verður birt í ítalska dagblaðinu Corriere della Sera, en Loren er liggur í rúmi íklædd undirfatnaði.

Hollensku ljósmyndararnir Inez van Lamsweerde og Winoodh Matadin sjá um myndatökurnar.

Loren fæddist árið 1934 og ólst upp í fátækrahverfum Napolí.

Hún hóf að vinna sem fyrirsæta þegar hún var 14 ára. Ekki leið á löngu þar til hún fór að leika í kvikmyndum.

Árið 1962 fékk hún Óskarinn sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í ítölsku kvikmyndinni Tvær konur.

Árið 1991 fékk hún heiðurs Óskar fyrir ævistarfið, og var hún kölluð ein af gersemum kvikmyndanna.

Pirelli-dagatalið er þekkt fyrir að birta naktar fyrirsætur. Það kom fyrst út árið 1964 og því er dreift til sérvaldra aðila á ári hverju, eða 30.000 manns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg