Sjóræninginn Johnny Depp malar gull

Ætli það sé gull í kistunni hans Johnny Depp
Ætli það sé gull í kistunni hans Johnny Depp Reuters

Sjóræningjamyndin Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest með Johnny Depp í fararbroddi hefur heldur betur slegið í gegn um helgina. Í Bandaríkjunum sló myndin met með því að hala inn 132 milljónir dala á frumsýningarhelgi. Svipað var uppi á teningnum í Bretlandi. Fyrra metið átti Köngulóarmaðurinn árið 2002 með 114,8 milljónir dala á frumsýningarhelgi.

Myndin um sjóræningjana sló fleiri met hvað peninga varðar því hún er fyrsta myndin sem halar inn yfir eitt hundrað milljón dali á tveimur dögum. Jafnframt hefur engin mynd áður skilað 55,5 milljónum í tekjur á einum degi.

Önnur vinsælasta mynd helgarinnar vestanhafs er endurkoma ofurhetjunnar, Superman Returns og kvikmyndin The Devil Wears Prada, ,með Meryl Streep í aðalhlutverki er í þriðja sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg