Klappstýrunámskeið í ágúst

Boðið verður upp á klappstýrunámskeið hérlendis í ágúst nk. Að sögn Völu Andrésdóttur námskeiðshaldara er þetta í fyrsta sinn sem boðið er upp á slíkt námskeið hérlendis. Aðspurð um hvernig hugmyndin að námskeiðinu sé tilkomin segir Vala að haft hafi verið samband við hana frá Íþróttamiðstöðinni Björk í Hafnarfirði og þess farið á leit við hana að hún kenndi íslenskum ungmennum á aldrinum 12-16 ára klappstýringar.

Sjálf hefur Vala stundað klappstýringar í nokkur ár og meðal annars haldið klappstýrunámskeið við Háskólann í Nottingham, þar sem hún nemur lögfræði. Vala er með bandarísk NCSSE-þjálfararéttindi.

Aðspurð hvernig hún útskýri vinsældir klappstýringa segir Vala þær sameina klappstýruhreyfingar, fimleika, dans, góðan félagsskap, heilbrigðan lífsstíl og íþróttamennsku. Spurð hvort hún telji að hér á landi verði komið upp klappstýruliðum að erlendri fyrirmynd segir Vala aldrei að vita, enda finni hún fyrir miklum áhuga á greininni hérlendis. Tekur hún þó fram að klappstýringar tengist yfirleitt skólaliðum og þau sé ekki að finna hér á landi.

Þess má að lokum geta að námskeiðið hefst 5. águst nk. og stendur í þrjár vikur.

Kennt verður í Íþróttamiðstöðinni Björk í Hafnarfirði fjórum sinnum í viku í einn til tvo klukkutíma í senn og lýkur námskeiðinu með sýningu. Tekið er við skráningum í síma 6913463.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg