Literary Review veitir fyrir slæmar kynlífslýsingar í bókmenntum. Tímaritið hefur veitt verðlaunin árlega undanfarin 14 ár og segir jafnan nóg af sérlega hrollvekjandi kynlífslýsingum úr að velja.">

Nýliði vann slæmu kynlífslýsingaverðlaunin

Allt er verðlaunað, líka slæmar kynlífslýsingar í bókmenntum
Allt er verðlaunað, líka slæmar kynlífslýsingar í bókmenntum

Nýliðinn Iain Hollingshead fékk nýlega „eftirsótt" bókmennaverðlaun, sem breska tímaritið Literary Review veitir fyrir slæmar kynlífslýsingar í bókmenntum. Tímaritið hefur veitt verðlaunin árlega undanfarin 14 ár og segir jafnan nóg af sérlega hrollvekjandi kynlífslýsingum úr að velja.

Að sögn ritstjóra Literary Review er verðlaununum ætlað að stinga á grófri, smekklausri og oft óþarfa notkun á kynlífslýsingum í nútímaskáldskap.

Hollingshead, sem er 25 ára, fékk verðlaunin fyrir fyrstu skáldsögu sína, Twenty Something. Hann atti kappi við marga kunna rithöfunda á borð við Will Self og bandarísku ráðgátuna Thomas Pynchon, sem kom til greina fyrir kafla í nýrri skáldsögu þar sem lýst er samskiptum kjölturakka og manns. En dómurum þótti lýsing Hollingsheads á „á gauragangi stuna og tísts, blossandi ótengdum myndum og sprengingu milljón lítilla agna," bera af og það réði úrslitum þegar „bungandi buxur" birtust í textanum.

„Vegna þess að þetta er fyrsta bók Hollingsheads þá vildum við reyna að letja hann frá frekari tilraunum," sögðu ritstjórar Literary Review í tilkynningu. „Þungavigtarmönnum á borð við Thomas Pynchon og Will Self er ekki við bjargandi lengur."

Söngkonan Cortney Love afhenti Hollingshead verðlaunin, styttu og kampavínsflösku, við hátíðlega athöfn í Lundúnum og hann sagðist vera afar ánægður með að vera yngsti rithöfundurinn sem fær þessa viðurkenningu. „Ég vona að ég vinni á hverju ári," sagði hann.

Í öðru sæti varð bókin The Religion, miðaldaspennusaga eftir Tim Willcocks, en í einum kafla bókarinnar eru aðalpersónurnar í ástríðufullum faðmlögum í smiðju „á köldu stálandliti steðja. Neðst í maga hans bullaði og sauð eins og í katli og eitthvað ólgandi og nafnlaust seyði steig upp gegnum mænu hans og fyllti heila hans með eldi djöfulsins," skrifar Willcocks.

Willcocks sagði að verðlaunin væru mun betri leiðarvísir um gott lestarefni en öflugir svefnlyfjaframleiðendur á borð við Booker- og Pulitzerverðlaunin.

Meðal þeirra, sem komu til greina sem verðlaunahafar var David Mitchell, en í bók hans, Black Swan Green, er brjóstum einnar sögupersónu líkt við tvö vínarbrauð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg