Björk á Hróarskeldu og Glastonbury

Björk Guðmundsdóttir með svaninn fræga
Björk Guðmundsdóttir með svaninn fræga mbl.is

Aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar vinna nú að því að bóka listamenn til að koma fram á hátíðinni, sem haldin verður 5. -8. júlí í ár. Í síðustu var tilkynnt að hljómsveitin Red Hot Chili Peppers yrði meðal hljómsveita, en nú hefur verið tilkynnt að söngkonan Björk komi fram á hátíðinni.

Björk vinnur nú að nýrri plötu, meðal þeirra sem koma við á plötunni eru Anthony Hegerty, potturinn og pannan í Anthony and the Johnsons, raftónlistarmaðurinn Mark Bell og Sjón.

Björk hefur nokkrum sinnum áður komið fram á hátíðinni, en danska blaðið Politiken segir í dag að tónleikarnir í Hróarskeldu verði hennar einu tónleikar á Norðurlöndum í ár. Björk verður þó á faraldsfæti í ár, og kemur m.a. fram á Glastonbury tónlistarhátíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg