Radcliffe fer úr hverri spjör í leikritinu Equus

Daniel Radcliffe og Joanne Christie.
Daniel Radcliffe og Joanne Christie. Reuters

Breski leikarinn Daniel Radcliffe, þekktastur fyrir túlkun sína á galdradrengnum Harry Potter, leikur nú í leikritinu Equues í Gielgud leikhúsinu í Lundúnum og er þar allsber í hluta leikritsins. Má búast við því að ungar meyjar muni kaupa sér miða á leikritið til að berja Radcliffe augum.

Sýningar á leikritinu hefjast 27. febrúar og hefur kynningarmyndum verið dreift af Radcliffe berum að ofan og leikkonu á nærbuxunum. Radcliffe er orðinn 17 ára og leikur plagaðan hestasvein í leikritinu sem tekur upp á því að stinga augun úr sex hrossum, að því er fram kemur á fréttavefnum Daily News & Analysis. Radcliffe leikur í nektarsenu með leikkonunni Joanne Christie og tók hann viku að komast yfir feimnina fyrir það atriði.

Í öðru atriði er Radcliffe nakinn á hestbaki og má því með sanni segja að hlutverkið sé fjarri Harry Potter. Leikritið var fyrst sýnt árið 1973. Anthony Hopkins lék í því á Broadway og varð það eitt vinsælasta leikritið í sögu New York borgar.

Reuters
Harry Potter er ekki lítill lengur.
Harry Potter er ekki lítill lengur. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg