350.000 punda skaðabætur vegna listaverks sem var hent í ruslið

Íbúar Napolí á Ítalíu virða hér fyrir sér skúlptúr Indverjans …
Íbúar Napolí á Ítalíu virða hér fyrir sér skúlptúr Indverjans Anish Kapoor á Plebiscito-torginu í Napólí. Verkið nefnist Taratantara og er það einir 25 metrar á hæð og 52 metrar á lengd, en verkið reisti Kapoor um síðustu aldamót. Reuters

Breskur hæstaréttardómari dæmdi í dag fyrirtækið Fine Art Logistics Ltd, sem sér um geymslu listaverka, til þess að greiða listaverkasafnaranum Ofir Scheps 350.000 pund fyrir að hafa eyðilagt verk í hans eigu eftir myndlistarmanninn Anish Kapoor. Verkið, Hole and Vessel II, var óvart sett í ruslagám þegar byggingarframkvæmdir stóðu yfir við geymsluhúsnæði árið 2004 og fór þaðan í sorpvinnslustöð til eyðingar.

Kapoor er mikil eftirsjá að verkinu, sem er frá árinu 1984. „Verkið er mikilvægt í ljósi þess hvað ég var að gera á þessum tíma. Ég gerði aðeins sjö eða átta verk þetta ár og því leiðinlegt að missa eitt þeirra,“ sagði Kapoor. Hann hlaut bresku Turner-myndlistarverðlaunin árið 1991.

Verkið var höggmynd. Kapoor er einkum þekktur fyrir gríðarstórar innsetningar, meðal annars 150 metra háa höggmynd sem fyllti eitt sinn túrbínusal Tate Modern listasafnsins. BBC segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg