Píanó John Lennons í ferðalag til að vekja athygli á friðarboðskap

John Lennon og Yoko Ono voru miklir friðarsinnar
John Lennon og Yoko Ono voru miklir friðarsinnar AP

Píanóið sem tónlistarmaðurinn John Lennon samdi lagið Imagine á, verður sent í ferðalag um Bandaríkjanna og endar í borginni Memphis í Bandaríkjunum á dánardegi mannréttindafrömuðarins Martin Luther King Jr. Píanóið er í eigu tónlistarmannsins George Michael og sambýlismanns hans, Kenny Goss, og segir Goss tilgang ferðalagsins að minna á boðskap Lennons og ástandið í heiminum í dag.

Ferðalagið hófst í Dallas, þar sem forsetinn John F. Kennedy var myrtur árið 1963, en meðal áfangastaða hljóðfærisins verður húsgrunnurinn í New York þar sem World Trade Center stóð áður og vettvangur sprengjuárásarinnar í Oklahoma árið 1995.

Goss og Michael keyptu píanóið á uppboði árið 2000 fyrir 2 milljónir Bandaríkjadala, en þeir munu þó hvorugir taka þátt í ferðalaginu. „Það myndi draga athyglina frá markmiðinu, tilgangurinn er fyrst og fremst sá að vekja athygli á boðskap John Lennons”.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg