Stelpurnar í Nylon slá alla út

Flokkurinn Nylon.
Flokkurinn Nylon.

Þær Alma, Emilía, Klara og Steinunn sem saman skipa Nylon-flokkinn eiga vinsælasta lagið á Íslandi aðra vikuna í röð, en lagið „Holiday" er í efsta sæti Lagalistans. Strákarnir í Sprengjuhöllinni sitja sem fastast í öðru sætinu með lagið „Verum í sambandi" sem er falleg og róleg ballaða.

Von er á nýrri plötu frá skosku hljómsveitinni Travis, en platan nefnist The Boy With No Name. Eitt lag af plötunni, lagið „Closer" er nú farið að hljóma á öldum ljósvakans og stekkur upp í þriðja sæti lagalistans. Fyrsta smáskífulagið af Volta, nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, sem nefnist „Earth Intruders" situr sem fastast í sjötta sæti listans.

Athygli vekur að lagið „Ég og heilinn minn" sem Ragnheiður Eiríksdóttir flutti í undankeppni Evróvisjón fyrr í vetur er nú orðið vinsælla en „Ég les í lófa þínum" sem var framlag okkar Íslendinga í Helsinki í síðustu viku. Heiða situr í sjöunda sæti listans og hækkar um fjögur sæti á milli vikna, en Eiríkur er fallinn niður í tíunda sætið.

Bandaríska rokksveitin Linkin Park kemur ný inn á lista með lagið „What I've Done" og breski söngvarinn James Morrison stekkur beint í 14. sætið með „Undiscovered".

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg