Austfirsk hljómsveit með lag á bandarískum safndiski

Vax.
Vax.

Austfirska hljómsveitin VAX, sem sem hefur starfað frá árinu 1999 er með lag á safndisk sem kemur út í Bandaríkjunum þann 29. maí n.k. Platan, sem heitir Riot On The Sunest: Vol. 3, er dreift á vesturströnd Bandaríkjanna og í netverslun Amazon.

Fram kemur á fréttavefnum Austurlandinu.is, að diskurinn sé gefinn út af útgáfufyritækinu 272 Records en platan er sú þriðja í útgáfuröð þar sem lítt þekktar hljómsveitir eru kynntar.

Haft var samband við VAX í gegnum MySpace síðu hljómsveitarinnar og falast eftir lagi á diskinn og var lagið „Like You" fyrir valinu sem kom út síðastliðið sumar á Íslandi. Auk almennrar dreifingu á disknum er útgáfan send á allar helstu háskólaútvarpsstöðvar í Kaliforníu þar sem 272 Records hafa aðsetur.

VAX vinnur nú hörðum höndum að sinni þriðju breiðskífu.

Hægt er að kaupa diskinn á þessari slóð

Heimasíða VAX

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg