Lögreglan stöðvaði Viktoríu Beckham í Los Angeles

Viktoría Beckham.
Viktoría Beckham. AP

Lögreglumenn á mótorhjólum stöðvuðu Viktoríu Beckham í Los Angeles á þriðjudaginn fyrir að taka ólöglega hægri beygju á svarta Cadillac Escalade bílnum sínum fyrir utan verslunarmiðstöð í Beverly Hills. Ekki var hún þó sektuð heldur vinsamlegast beðin að sækja um kalifornískt ökuskírteini.

Viktoría sýndi lögreglumönnunum breska ökuskírteinið sitt og skráningarskírteini bílsins. Hún hélt síðan rakleitt í bifreiðaeftirlitið þar sem hún skráði bílinn og lagði inn umsókn um bandarískt ökuskírteini.

Allt fór þetta fram undir vökulu auga myndatökuliðs sem vinnur að gerð raunveruleikaþáttar fyrir NBC um búferlaflutninga Beckham-fjölskyldunnar vestur um haf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg