Pavarotti borinn til grafar í dag

Pavarotti (í miðið) ásamt félögum sínum þeim Jose Carreras (t.v.) …
Pavarotti (í miðið) ásamt félögum sínum þeim Jose Carreras (t.v.) og Placido Domingo. AP

Ítalski óperusöngvarinn Luciano Pavarotti verður borinn til grafar í heimabæ sínum á Norður-Ítalíu í dag. Pavarotti verður jarðsunginn í dómkirkjunni í Modena og mun forsætisráðherra Ítalíu og stjörnur á borð við Bono úr U2 og Placido Domingo og Jose Carreras vera viðstaddir athöfnina.

Athöfnin verður sýnd í beinni útsendingu í ítalska sjónvarpinu. Hún mun ná hámarki þegar ítalski flugherinn mun fljúga yfir heimabæ óperusöngvarans.

Pavarotti, sem lést sl. fimmtudag 71s árs að aldri, verður lagður til hinstu hvílu í kirkjugarði sem er skammt frá heimili hans í Modena.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg