„John er hér með okkur"

Ringo Starr, Yoko Ono og Olivia Harrison í Viðey í …
Ringo Starr, Yoko Ono og Olivia Harrison í Viðey í gærkvöldi mbl.is/RAX

Ringo Starr, fyrrum trommuleikari Bítlanna, var á meðal þeirra fjölmörgu sem viðstaddir voru vígslu Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey í gærkvöldi. Ringo kom til landsins í gær og heldur strax utan í dag. „Ég kom bara til þess að sjá Friðarsúluna sem mér finnst afskaplega falleg. Og það sem skiptir mestu máli er að hugsunin á bak við verkið er falleg, en ljósið sem slíkt er náttúrulega ótrúlegt á að horfa."

Aðspurður sagðist Ringo telja að vinur sinn John Lennon hefði orðið ánægður með Friðarsúlu eiginkonunnar.

„Já, hann hefði orðið mjög hrifinn, og ég held reyndar að John sé með okkur. Hann er með okkur hér á Íslandi í kvöld."

Þrátt fyrir úlpu og trefil var Ringo orðið nokkuð kalt þegar blaðamaður náði tali af honum að athöfn lokinni. „Það er miklu kaldara í veðri en síðast þegar ég kom, það getur varla verið meira en svona tvær gráður," sagði Ringo, en eins og frægt er orðið kom hann hingað til lands um verslunarmannahelgina árið 1984, og spilaði með Stuðmönnum í Atlavík. "Já, ég man vel eftir því, ég skellti mér á rokktónleika sem voru alveg frábærir og ég skemmti mér virkilega vel. Og núna er ég kominn aftur til Íslands – þetta gæti varla verið betra."

Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Yoko Ono að margir slái hana út af borðinu vegna þess að þeir telji hana ekki í tengslum við veruleikann. Friður sé hins vegar raunhæfur möguleiki – fólk verði bara að sjá hann fyrir sér.

Friðarsúlan í Viðey
Friðarsúlan í Viðey mbl.is/RAX
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg