Sutherland á leiðinni í steininn

Sutherland setur hagsmuni þáttanna ofar en sínum eigin.
Sutherland setur hagsmuni þáttanna ofar en sínum eigin. AP

Leikarinn Kiefer Sutherland, sem hefur gert það gott á undanförnum árum í spennuþáttunum 24, játaði í gær fyrir dómara að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Þetta gerði leikarinn eftir að hann komst að samkomulagi við saksóknara um að hann muni dúsa í 48 daga í steininum en án þess þó að það trufli gerð spennuþáttanna.

Fram kemur á fréttavef Reuters að framleiðendur þáttanna og Fox sjónvarpsstöðin hafi hrósað Sutherland, sem leikur bandaríska leyniþjónustumanninn Jack Bauer í fyrrnefndum þáttum, fyrir að hafa náð samkomulagi, og fyrir að hafa sett hagsmuni þáttanna ofar sínum eigin.

Dómari þarf að leggja blessun sína yfir samkomulagið og geri hann það mun Sutherland þurfa að afplána 18 daga í fangelsi síðla í desember og snemma í janúar, en þá er ekki unnið að gerð þáttanna. Hann mun síðan afplána 30 daga í sumar þegar núverandi þáttaröð er lokið.

„Hann sagði okkur að jafnvel þótt að hann hafi þurft að fórna meiri tíma á bak við lás og slá í þeim tilgangi að vernda þættina og störf þeirra sem vinna með honum, þá myndi hann gera það. Miðað við það sem gerðist í dag þá er ljóst að hann er maður orða sinna,“ sagði í yfirlýsingu sem 20th Century Fox sjónvarpsstöðin sendi frá sér.

Sutherland, sem er fertugur, var handtekinn í síðasta mánuði er hann var enn á skilorði, en árið 2004 var hann handtekinn er hann ók undir áhrifum áfengis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg