Hinn eini sanni íslenski fílamaður

Kristján Edwards er fæddur á Íslandi en uppalinn í Nepal frá eins árs aldri, þar sem hann eignaðist fílinn Bahadur aðeins þriggja ára gamall. Núna er Kristján 36 ára og hefur ósjaldan tekið þátt í heimsmeistarakeppninni í fílapóló, en faðir Kristjáns, Jim Edwards, stofnaði WEPA: World Elephant Polo Association árið 1982. Alls hefur lið þeirra feðga, Tiger Tops Tuskers, unnið keppnina átta sinnum og tók Kristján við fyrirliðastöðunni af föður sínum fyrir nokkrum árum, en hann er lifandi goðsögn í íþróttinni.

„Þetta hófst allt með föður mínum sem hefur verið viðriðinn fílapóló í marga áratugi. Keppnin er haldin árlega hérna á svæðinu hjá okkur og yfirleitt eru þetta í kringum 10 lið sem taka þátt," segir Kristján, sem ásamt föður sínum rekur tvö Tiger Tops Jungle Lodge-hótel, annað í Chitwan-þjóðgarðinum í Nepal og hitt á Indlandi.

Móðir Kristjáns var íslensk og kom hann gjarnan til Íslands yfir sumartímann. Hann á tvö systkini sem hafa bæði tekið þátt í HM í fílapóló og fékk systir hans, Anna Tara, sérstök verðlaun árið 1998 fyrir vítaskot og markvörslu á mótinu. Kristján hefur fækkað komum sínum til landsins, en segist alltaf fá Íslendinga reglulega til sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg