Sarkozy orðaður við poppsöngkonu

Nýjar myndir af Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, og poppsöngkonunni og fyrrum fyrirsætunni Carla Bruni, hafa gefið sögusögnum um samdrátt þeirra byr undir báða vængi. Þau Sarkozy og Bruni sáust saman í Disneylandi á laugardag og munu að minnsta kosti þrjú tímarit birta myndir af þeim í vikunni.

Franska forsetaskrifstofan vildi ekki tjá sig um myndirnar en á heimasíðu tímaritsins L'Express segir, að parið hafi verið afar afslappað og ekki virst taka nærri sér athyglina sem þau vöktu.

Bruni, sem verður fertug á sunnudag, fæddist á Ítalíu og var erfingi hjólbarðaverksmiðju. Hún var tískufyrirsæta áður en hún snéri sér að popptónlist og sást m.a. á stefnumótum með Mick Jagger, Eric Clapton, Donald Trump og Kevin Costner. Hún á eina dóttur.

Sarkozy, sem er 53 ára, tilkynnti nýlega að hann og Cécilia kona hans væru skilin að borði og sæng. Þau áttu einn son saman en Sarkozy á tvo syni af fyrra hjónabandi.

Carla Bruni.
Carla Bruni. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg