Kvikmyndahátíðin í Berlín hófst með Rolling Stones

Martin Scorsese ásamt Keith Richards, Charlie Watts, Ron Wood og …
Martin Scorsese ásamt Keith Richards, Charlie Watts, Ron Wood og Mick Jagger í Berlín í gærkvöldi. Reuters

Kvikmyndahátíðin í Berlín hófst í gærkvöldi með frumsýningu myndarinnar Shine a Light, sem bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese gerði um tónleika bresku rokkhljómsveitarinnar Rolling Stones. Hljómsveitin og leikstjórinn ræddu við fréttamenn áður en myndin var sýnd en hún var tekin í Beacon leikhúsinu í New York, sem tekur 2800 manns í sæti.

Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, sagði að hefðu þeir mátt ráða hefði myndin verið tekin á strönd í Rio de Janiero en Scorsese hefði ekki haft áhuga á því.

Scorsese sagðist hafa viljað gera mynd um samspil áheyrenda og  félaganna í hljómsveitinni. Hann hefur fylgst með Rolling Stones í fjóra áratugi en sá þá fyrst á svipi í byrjun áttunda áratugarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg