Of gömul í kynlífssenur

Catherine Zeta-Jones.
Catherine Zeta-Jones. Reuters

Catherine Zeta-Jones segist vera orðin of gömul til að leika í kynlífssenum. Hin 38 ára gamla leikaraskvísa segist ekki geta keppt við ungviðið í Hollywood um kynæsandi rullur lengur. 

Zeta-Jones, sem á tvö börn með 63 ára gömlum eiginmanni sínum Michael Douglas, telur þetta vera rökrétta þróun  og er bara sátt við að leika frekar mömmur í framtíðinni og ekki kynbombur.  „Ég er bara orðin of gömul til að leika ungar persónur“ segir hún. 

Þrátt fyrir að vera ein helsta kvikmyndastjarna heimsins telur Zeta-Jones sig ekki vera frábæra leikkonu.  „Ég er sennilega ekki besti leikarinn í heimi en ég hef ákveðna eiginleika sem henta mér vel á skjánum og einnig á sviði“ sagði Óskarsverðlaunahafinn. 

Fyrir utan leiklistina hefur Zeta-Jones mikinn áhuga á golfi en hún játar að finna fyrir mikilli pressu í hvert skipti sem eiginmaður hennar spilar með.  „Þegar Michael heldur golfmót fyrir fræga fólkið er gefið mál að leikur minn fer til fjandans“ var haft eftir leikkonunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg