„Leiðarvísir um fagrar konur í París“

Flatmagað við Trocadero-brunnana við Eiffelturninn.
Flatmagað við Trocadero-brunnana við Eiffelturninn. AP

Ræðuritari franska utanríkisráðherrans hefur nýverið sent frá sér bók sem hann nefnir „Leiðarvísir um fagrar konur í París“ þar sem hann gefur allri pólitískri rétthugsun langt nef.

„Líkt og hver staður á sér sína matarmenningu hefur hvert hverfi sín sérstöku kvenlegu sérkenni,“ segir Pierre-Louis Colin í bók sinni. Hann er ræðuritari Bernards Koucheners utanríkisráðherra og meðhöfundur nýjust bókar ráðherrans.

En í sinni eigin bók segir Colin, sem er 34 ára, ennfremur:

„Í Menilmontant er ekki að finna þá íðilfögru leggi sem getur að líta í Madeleine. En það má sjá brjóstaskorur blasa við og glæsileg brjóst, í mörgum tilvikum ódulin af brjóstahöldurum.“

París er sú höfuðborg heimsins sem flestir heimsækja, og fólk kemur þangað ekki síður til að dást að fögrum fljóðum en Mónu Lísu og Eiffelturninum, segir Colin.

Hann telur upp bestu staðina og besta tíma dags í hverju hverfi borgarinnar fyrir sig fyrir fagurkera að upplifa hinar ýmsu erkitýpur Parísarkvenna.

Hann fullyrðir að bókin, sem heitir á frummálinu „Guide des jolies femmes de Paris“ og kom út í síðasta mánuði, sé alls ekki smekklaus. Í henni sé hampað því frelsi sem konur njóti.

Hann vísar ennfremur til föðurhúsanna anglósaxneskri pólitískri rétthugsun og segir að frelsi til að upplifa og íhuga kvenlega fegurð sé grundvallarþáttur í franskri menningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riley og Lucinda Riely
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg