Stuð í Serbíu

Alls munu um 100 milljón Evrópubúar fylgjast með úrslitakvöldinu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Belgrad í Serbíu annað kvöld. Seinni undankeppni Evróvisjón fór fram í gær og þar sungu þau Friðrik Ómar og Regína Ósk sig inn í lokakeppnina líkt.

Þetta er í 53. sinn sem keppnin er haldin, og keppnin í ár er sú stærsta hingað til. 43 þjóðir sendu lag í keppnina. Tveimur undankeppnum er nú lokið  og er nú ljóst hvaða 25 þjóðir muni berjast um Evróvisjón-titilinn í ár. 

Þau Friðrik Ómar og Regína Ósk segjast ætla að stefna á toppinn í úrslitum Evróvisjón.  Þau segjast hæstánægð með að hafa náð að vinna sæti í lokakeppninni og ætla að leggja allt í sölurnar til að ná árangri.

Friðrik Ómar og Regína Ósk segja að stuðningur þjóðarinnar skipti gríðarlega miklu máli og þakka fyrir þá góðu strauma sem hafa komið frá Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.