Fyrsta ofurfyrirsætan látin

Dorian Leigh, gjarnan kölluð fyrsta ofurfyrirsætan, er látin, 91 árs að aldri. Ljósmyndarinn David Bailey segir Leigh hafa verið öðruvísi en aðrar fyrirsætur, hún hafi verið fyrsta fyrirsætan í heiminum sem menn þekktu með nafni.

Leigh lést 7. júlí sl. Hún fæddist í Bandaríkjunum 1917 og hóf fyrirsætuferilinn 27 ára. Hún varð m.a. andlit Revlon snyrtivöruframleiðandans í herferðinni Eldur og ís og birtist oft á forsíðu Vogue.

Þekktir ljósmyndarar festu Leigh á filmu á ferlinum, m.a. Irving Penn og Richard Avedon. Þá er talið að hún hafi verið að einhverju leyti fyrirmynd að persónunni Holly Golightly í bók Trumans Capote, Breakfast at Tiffany's.

Að loknum fyrirsætuferlinum setti hún á laggirnar umboðsskrifstofu fyrir fyrirsætur í París sem lögð var niður síðar.

Þá varð hún kokkur og veitingamaður í París, New York og á Ítalíu. Leigh gaf út ævisögu árið 1980 sem heitir The Girl Who Had Everything, Stúlkan sem hafði allt til alls.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg