Hæsta kona heims látin

Sandy Allen var 2,30 metrar á hæð.
Sandy Allen var 2,30 metrar á hæð. AP

Hæsta kona heims, Sandy Allen, lést á hjúkrunarheimili í  Indiana í Bandaríkjunum í dag, 53 ára að aldri.  Sandy var 2,3 metrar á hæð og skráð sem hæsta kona heims í heimsmetabók Guinness.

Sandy átti við veikindi að stríða undanfarna mánuði, en hún var m.a með sykursýki og nýrnaveik. 

Sandy var mjög ung þegar hún byrjaði að vaxa óhóflega en skýringin á óeðlilega miklum vexti hennar var að heiladingullinn framleiddi of mikið af vaxtarhormónum vegna æxlis.  Um 10 ára aldur var Sandy orðin 1,90 á hæð og þegar hún var 16 ára var hún 2,2 metrar á hæð.  Árið 1977 fór hún í aðgerð til þess að stöðva vöxtinn.

Fjölskylduvinur Sandy segir að hún hafi verið stolt af hæð sinni og viljað nota hana til þess að sýna skólabörnum að það í lagi sé að vera öðruvísi en aðrir.  Sandy kom m.a fram í sjónvarpi og í skólum til þess að koma þessu á framfæri.

Sandy kom fram á Heimsmetasafni Guinness hjá Niagarafossum í Kanada á níunda áratugnum.  Eftir nokkur ár fékk hún hins vegar á tilfinninguna, að hún væri að taka þátt í einhvers konar viðundrasýningu og ákvað að hætta og snúa heim til Indiana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg