Framhaldsmynd um kung fu pönduna í burðarliðnum

Jack Black sér um raddsetningu pöndunnar klunnalegu.
Jack Black sér um raddsetningu pöndunnar klunnalegu. Reuters

Kvikmyndafyrirtækið Dreamworks íhugar nú að gera framhald að teiknimyndinni vinsælu Kung Fu Panda. Jeffrey Katzenberg, forstjóri Dreamworks, segir að nánar verði greint frá því innan tveggja mánaða hvort af framhaldinu verði.

„Við erum byrjaðir að ræða þetta, og ég held að innan næstu 30 til 60 daga þá munum við geta sagt allt sem segja þarf,“ segir Katzenberg.

Fyrri myndin fjallar um ævintýri klunnalegrar pöndu sem langar til að verða kung fu bardagamaður í Kína.

Gamanleikarinn Jack Black talar fyrir pönduna, en á meðal annarra leikara sem ljá persónum myndarinnar raddir sínar eru Dustin Hoffman, Angelina Jolie og Lucy Liu. Fram kemur á fréttavef BBC að myndin hafi þénað 560 millljónir dala um allan heim, og er hún þar með orðin vinsælasta mynd Dreamworks. Það segir mikið því Dreamworks framleiddi einnig Shrek myndirnar vinsælu.

Katzenberg lét ummælin falla þegar hann var að sýna brot úr Madagascar: Escape 2 Africa, sem er framhald teiknimyndarinnar Madagascar frá árinu 2005, með Ben Stiller og Chris Rock í aðalhlutverkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg