Fjölmenni við útför Rúnars Júlíussonar

Frá útför Rúnars Júlíussonar
Frá útför Rúnars Júlíussonar mbl.is/RAX

Fjölmenni er við útför Rúnars Júlíussonar, tónlistarmanns, sem hófst í Keflavíkurkirkju klukkan 14:00. Rúnar lést af völdum hjartaáfalls á bráðamóttöku Landspítalans föstudaginn 5. desember. Hann var um áratugi einn vinsælasti og ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og áhrifamikill plötuútgefandi.

Guðmundur Rúnar Júlíusson, sem fæddist 13. apríl 1945, var meðal stofnenda hljómsveitarinnar Hljóma 1963. Hljómar urðu fljótlega vinsælasta hljómsveit landsins og héldu þeim vinsældum þar til hljómsveitin leystist upp 1969 og Rúnar og fleiri stofnuðu hljómsveitina Trúbrot. Síðar voru Hljómar endurreistir og störfuðu um hríð en Lónlí Blú Bojs tóku svo við af Hljómum. Síðar spilaði Rúnar með hljómsveitunum Áhöfninni á Halastjörnunni, Geimsteini, Hljómsveit Rúnar Júlíussonar og GCD sem allar nutu talsverðra vinsælda. Rúnar stofnaði Hljómaútgáfuna með félögum sínum en síðan stofnaði hann plötuútgáfuna Geimstein 1976 og rak hana upp frá því. Geimsteinn hefur gefið út á þriðja hundrað hljómplatna og starfar enn, elsta plötuútgáfa landsins.

Rúnar var virkur í tónlist fram á síðasta dag og ekki eru nema nokkrir dagar síðan hann sendi frá sér þrefaldan safndisk með yfirliti yfir ferilinn þar sem finna má upptökur allt frá 1966 fram til dagsins í dag.

Rúnar Júlíusson lætur eftir sig eiginkonuna Maríu Baldursdóttur, synina Baldur og Júlíus og 6 barnabörn.

Dagur íslenskrar tónlistar er í dag og er dagurinn tileinkaður Rúnari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg