The Dark Knight á meðal 10 bestu mynda ársins

Auglýsingaspjald fyrir The Dark Knight.
Auglýsingaspjald fyrir The Dark Knight. Reuters

Nýjasta kvikmyndin um Leðurblökumanninn The Dark Knight er ein af 10 bestu myndum ársins 2008 að mati Bandarísku kvikmyndastofnunarinnar (American Film Institute).

Leikna heimildarmyndin Milk, með Sean Penn í aðalhlutverki, teiknimyndin Wall-E og The Curious Case of Benjamin Button, með Brad Pitt í aðalhlutverki, eru einnig á listanum.

Gran Torino í leikstjórn Clint Eastwoods, ofurhetjumyndin Iron Man, Frost/Nixon, The Wrestler og óháðu myndirnar Frozen River og Wendy and Lucy  þykja einnig vera meðal bestu mynda ársins.

Dómnefndina skipa kvikmyndagerðarmenn, gagnrýnendur og fræðimenn.

Ólíkt mörgum öðrum skipar AFI ekki kvikmyndunum í neina sérstaka röð eða velur hver af myndunum 10 sé best.

Kvikmyndagerðarmennirnir sem standa á bak við myndirnar 10 verða heiðraðir við hátíðlega athöfn sem fram fer 9. janúar nk.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir