Dónalegir orðaleikir Spears bannaðir

Britney Spears.
Britney Spears. Reuters

Svo gæti farið að nýjasta smáskífa Britney Spears, er heitir „If You Seek Amy“, verði bönnuð á nokkrum stöðvum í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að heiti lagsins er orðaleikur er hefur í raun afar dónalega merkingu. Sé setningin skoðuð í hljóðfræðilegu samhengi þá má alveg eins fá út skammstöfun (er byrjar á stafnum F og endar á orðinu me) er stafar afar framhleypna kynferðislega uppástungu, tilboð eða fyrirskipan í boðhætti.

Lagið á að verða þriðja smáskífa Britney af nýjustu breiðskífu hennar Circus og hefur stúlkan nú neyðst til þess að endurhljóðrita lagið með einni lítilli breytingu í von um að fá banninu aflétt. Nú syngur hún If You See Amy í stað orðsins Seek og þar með hverfur allt samhengi úr textanum... en hver er svo sem að hlusta á hann?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.