Risatónleikar Ragnars

Ragnar Bjarnason.
Ragnar Bjarnason. mbl.is/Eggert

„Ég hlakka rosalega mikið til og þetta verður alveg ofsalega gaman,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Bjarnason sem fagnar 75 ára afmæli sínu hinn 22. september í haust. Í tilefni af afmælinu hefur verið boðað til stórtónleika, Ragnari til heiðurs, og verða þeir haldnir í Laugardalshöllinni laugardagskvöldið 26. september næstkomandi.

Aðspurður segir Ragnar það mikinn heiður að áhugi sé fyrir því að skipuleggja tónleika sem þessa.

„Þeir eiga heiður skilinn fyrir að gera þetta, enda verður þetta ekkert smá dæmi. Þeir ætla að fá fjölda söngvara og tónlistarmanna og þetta verður alveg óborganlega gaman.“

Eins og flestir eflaust vita hefur Ragnar verið lengi að í bransanum, og svo skemmtilega vill til að auk afmælisins fagnar hann miklu starfsafmæli nú í ár. „Ef við miðum við árið sem ég byrjaði að vinna fyrir mér með pabba, Bjarna Böðvarssyni, þá var það fyrir 60 árum. Þá var ég 15 ára og spilaði á trommur í hljómsveit Bjarna Böðvarssonar,“ segir Ragnar sem tók því sín fyrstu skref sem atvinnumaður í tónlist árið 1949.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.