Metaðsókn á Vetrarhátíð

Frá setningu Vetrarhátíðar
Frá setningu Vetrarhátíðar mbl.is/Árni Sæberg

Metaðsókn var á Vetrarhátíð sem fram fór um síðustu helgi í Reykjavíkurborg en 10 þúsund manns sóttu hátíðina.  Þetta kemur fram í yfirliti um framkvæmd hátíðarinnar sem lagt var fram á fundi borgarráðs í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, segir ánægjulegt hversu vel heppnuð hátíðin hafi verið og að aðsóknartölur sýni að borgarbúar hafi kunnað að meta þá fjölbreyttu dagskrá sem í boði var.

Í sameiginlegri bókun borgarráðsmanna segir:

,,Vetrarhátíð í Reykjavík, sem var haldin í áttunda skipti síðustu helgi, heppnaðist einstaklega vel. Aðsókn var betri en nokkru sinni fyrr og fór fram úr björtustu vonum. Til dæmis heimsóttu á þriðja þúsund gesta Listasafn Reykjavíkur og má áætla að allt að 10.000 manns hafi notið þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem boðið var uppá á Safnanóttinni. Borgarráð fagnar því hversu vel tókst til við framkvæmd hátíðarinnar og þakkar starfsfólki og þeim fjölmörgu borgarbúum sem lögðu hátíðinni lið."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg