„Mjög, mjög, mjög gott“

David Lynch.
David Lynch.

Leikstjórinn David Lynch er kominn hingað til lands í þeim tilgangi að kynna landanum hugleiðsluaðferð sem kallast innhverf íhugun eða Transcendental Meditation upp á ensku, TM. Aðferðin var þróuð af Maharishi Mahesh Yogi um miðja tuttugustu öld en frægustu lærisveinar hans eru án efa Bítlarnir, sem námu fræðin beint af meistaranum í Indlandi eins og frægt varð.

Lynch heldur opinn og ókeypis fund um þetta mál í Háskólabíói á morgun kl. 14. Tilgangur hans er „að bjóða öllum Íslendingum að læra innhverfa íhugun á lágmarksverði ásamt því að leggja grunninn að stöðugum friðarhópi 200 iðkenda sérstakrar framhaldstækni sem, að sögn Lynch, mun skapa samstillingu í þjóðarvitundinni og færa íslensku þjóðinni áður óþekkt lífsgæði á öllum sviðum,“ eins og segir í fréttatilkynningu.

Í viðtali Lesbókar sagðist Lynch hafa lagt stund á þessa tækni í yfir þrjátíu ár og þetta sé heilaleikfimi sem einfaldlega virki.

„Þetta er mjög, mjög, mjög gott. Þetta hentar öllum manneskjum og þetta eru ekki trúarbrögð en þó er þetta ekki á móti neinum trúarbrögðum. Þetta er ekki sértrúarhópur, einfaldlega leið til að uppgötva þá orku sem býr innra með okkur öllum,“ segir hann m.a. Í viðtalinu tjáir hann sig einnig um afstöðu sína til listarinnar og hina mögnuðu sjónvarpsþætti Twin Peaks sem eru mörgum ennþá í fersku minni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg