Moskvufarar komnir

Katrín Jakobsdóttir afhenti Jóhönnu Guðrúnu og öðrum í íslenska hópnum …
Katrín Jakobsdóttir afhenti Jóhönnu Guðrúnu og öðrum í íslenska hópnum blóm. mbl.is/Hilmar Bragi

Íslenski Evróvisjónhópurinn kom til landsins um klukkan 15 í dag með flugvél frá Kaupmannahöfn en þangað flaug hópurinn frá Moskvu. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, og Páll Magnússon, útvarpsstjóri, tóku á móti fólkinu í Leifsstöð.

Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli sprautaði vatni úr slöngum yfir flugvélina, sem hópurinn kom með, til að bjóða Moskvufarana velkomna heim. 

Reykvíkingum gefst síðdegis í dag tækifæri til að taka á móti Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur og öðrum í íslenska hópnum á Austurvelli á sérstökum fagnaðarfundi sem Reykjavíkurborg og RÚV halda í tilefni velgengni íslenska hópsins í Evrópusöngvakeppninni. Sjónvarpað verður beint frá athöfninni.

Að sögn Þórhalls Gunnarssonar dagskrárstjóra mun Páll Óskar halda uppi fjörinu og byrjar hann að hita upp nokkru áður en útsendingin hefst kl. 17:30. Hvetur Þórhallur sem flesta til að mæta í góða veðrinu. Gert er ráð fyrir að íslenski Evróvisjónhópurinn stígi á svið um kl. 18.

Slökkvilið Keflavíkurflugvallar sprautaði vatni yfir flugvélina þegar hún lenti með …
Slökkvilið Keflavíkurflugvallar sprautaði vatni yfir flugvélina þegar hún lenti með íslenska Evróvisjónhópinn. mbl.is/Hilmar
Jóhanna Guðrún og aðrir í íslenska hópnum fengu blóm í …
Jóhanna Guðrún og aðrir í íslenska hópnum fengu blóm í Leifsstöð við komuna. mbl.is/Hilmar Bragi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg