Ævisaga níu ára stúlku

Rubina Ali á Óskarsverðlaunahátíðinni
Rubina Ali á Óskarsverðlaunahátíðinni Reuters

Ein af stjörnunum úr Óskarsverðlaunamyndinni Slumdog Millionaire mun bráðlega senda frá sér ævisögu.

Það er hin níu ára gamla Rubina Ali sem ætlar að gefa heimsbyggðinni innsýn í fyrstu ár ævi sinnar. Líklega hefur hún frá mörgu að segja því Ali bjó í fátækrahverfi á Indlandi þegar hún var valin í hlutverkið í Slumdog Millionaire.

Í bókinni, sem Transworld mun gefa út í Bretlandi, verður sagt frá uppvaxtarárum Ali í mikilli fátækt og hvernig hún varð skyndilega alþjóðleg stjarna.

Ali var nýlega í Hong Kong þar sem hún kom fram í góðgerðarsjónvarpsþætti ásamt tveimur öðrum indverskum börnum sem léku í Slumdog Millionaire.

Aðstandendur myndarinnar hafa stofnað sjóð til að styrkja menntun Ali og annarra barna sem komu fram í myndinni og hafa lofað að aðstoða við að byggja upp fátækrahverfið sem börnin koma úr.

Ævisaga Ali á að koma út í júlí og skiptast sölutekjur á milli hinnar níu ára kvikmyndaleikkonu og góðgerðarsjóðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg