Polanski átti að borga Geimer hálfa milljón dollara

Roman Polanski hefur ekki átt sjö dagana sæla um ævina …
Roman Polanski hefur ekki átt sjö dagana sæla um ævina sjálfur. Fjölskylda hans voru fórnarlömb helfarar nasista í seinni heimsstyrjöldinni og eiginkona hans, Sharon Tate og ófætt barn þeirra, voru myrt á hrottalegan hátt árið 1969. JEANPAUL PELISSIER

Kvikmyndagerðarmaðurinn Roman Polanski, sem nýlega var handtekinn í Sviss, samþykkti að borga Samönthu Geimer, sem hann nauðgaði árið 1977, hálfa milljón dollara árið 1990. Það var hluti af sátt á milli þeirra, utan réttar, en Polanski stóð ekki við sáttina. Dagblaðið Los Angeles Times greinir frá þessu í dag.

LA Times vitnar í gögn úr sátt á milli þeirra sem gerð var í trúnaði árið 1993, fimmtán árum eftir að hann flúði frá Bandaríkjunum til þess að forðast handtöku. Geimer var þrettán ára þegar nauðgunin átti sér stað.

Þó svo að upphæðin hafi verið trúnaðarmál var upplýst um hana í baráttunni fyrir því að fá Polanski, sem nú er 76 ára gamall, til að borga. Gögn sýna að hann átti að borga Geimer hálfa milljón dollara með vöxtum fyrir 11. október 1995, en sá dagur kom og leið án þess að nokkur ávísun bærist frá Polanski.

Árið 1996 leitaði lögmaður fórnarlambsins hjálpar lögreglunnar í Los Angeles til að leggja hald á fjármuni frá kvikmyndaverum, umboðsmanni Polanskis og fleiri stöðum, sem voru ætlaðir Polanski. Samkvæmt nýjasta skjalinu í málinu, frá ágúst 1996, skuldaði leikstjórinn þá Geimer enn 604.416 dollara að vöxtum meðtöldum.

Þótt enn sé óljóst hvort Polanski borgaði einhvern tímann upphæðina, segir í LA Times að stefnubreyting Geimer síðar meir geti bent til þess að málið hafi verið leyst. Árið 1997 hætti hún að biðja um hjálp yfirvalda við að innheimta bæturnar og skrifaði bréf til dómara þar sem hún studdi það að Polanski fengi á endanum að snúa aftur til Bandaríkjanna og mæltist til þess að gert yrði út um sakamálið gegn honum án þess að hann þyrfti að sitja meira inn í fangelsi.

,,Það hefur lengi verið persónulegt áliti mitt að hann ætti að fá að snúa aftur," skrifaði Geimer í bréfi til dómara í Los Angeles, Larry Fidler, þann 28. maí 1997. ,,Það er líka álit mitt sem þolanda glæps hans, að þeir 42 dagar sem hann hefur þegar setið inni séu of mikið," bætti hún við og vísaði þar til þess tíma sem Polanski sat inni á meðan hann var í sálfræðimati.

Samantha Geimer hefur viðurkennt að hafa náð samkomulagi utan réttar við Polanski.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg