Sambandsslitum haldið leyndum

George Michael
George Michael Reuters

Sambýlismaður breska tónlistarmannsins George Michael, Kenny Goss, á að hafa yfirgefið Michael um síðustu jól eftir þrettán ára samband. Hafa þeir ekki tekið upp þráðinn á ný en fjölskylda og vinir eiga að hafa haldið sambandsslitunum leyndum þar sem óttast var að George Michael væri  á barmi taugaáfalls.

Goss á að hafa gefist upp á Michael eftir að hann var handtekinn á almenningssalerni í Lundúnum á síðasta ári með fíkniefni. Í breska blaðinu Daily Mirror er haft eftir vini þeirra að Goss hafi gefið tónlistarmanninum endalaus tækifæri en eftir handtökuna gat hann ekki meir. „Allir vita að George var ekki þarna til þess að neyta eiturlyfja - staðurinn er alþekktur til þess að krækja sér í karlmann."

Vinurinn bætir við að þrátt fyrir að Michael hafi alltaf haldið því fram að hann og Goss væru í opnu sambandi þá hafi Goss aldrei samþykkt það. Né heldur mikla eiturlyfjaneyslu tónlistarmannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Axel Jóhann Hallgrímsson: Ó
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg